06.03.2008 22:57

Olíuhreinsistöð til Vestfjarða eins og hvert annað fyrirtæki.

Mynd númer 73

Aðsend grein. Það hafa verið margir sem hafa verið að fjalla um olíuhreinsistöð nú undanfarið, sem er verið að kanna hvort að það sé mögurleiki á því slík stöð rísi á Vestfjörðum. Eg hef áður fjallað um olíuhreinsistöð á mínu vefsvæði og skammast mín ekkert fyrir það að vera meðmæltur allri skapandi vinnu sem skapar mörghundruðstörf hér vestra. Hvort að skaparinsverkið sé olíuhreinsistöð eða ferðaþjónusta og eða einhversskonar menningartengt starfsemi á einn eða annan hátt þá eiga allir að eiga sömu möguleika á því að koma sínum hugmyndum á framfæri. Og þá spurja þeir sem eru á móti olíuhreinsistöð (stóriðju) hvar á að fá allt rafmagnið í þessa stöð? Þá verður að virkja allar sprænur á Vestfjörðum? svarið er kanski ekki alveg já en næstum því. Og þá fögnum við auðvitað mun meira ef af verður, ef tildæmis Glámusvæðið og vatnasvæðið uppá Ófeigsfjarðarheiði (Hvalá) og vatnasvæðið uppaf Rauðumíri í djúpi verði virkjað, og ekki má gleima mínu virkjunnarsvæði Grjórá (Hrófbergsvatn) sem er alveg kjörið virkjunnarsvæði með nánast engri röskun á landi, en fallhæðin frá Hrófbergsvatni og lángleiðina til þjóðvegarinns er 142 metrar sem er um 3 sinnum meiri fallhæð en er í Þverárvirkjun og vatnsmagnið síst minna.
Þannig að eg sé engan meinbug á því að við Vestfirðingar blásum í lúðra og byrjum á virkjunnarframkvæmdum sem allra fyrst svo að hægt sé að trygga olíuhreinsistöðinni nægt rafmagn þegar hún verður tilbúin til notkunar um 2012 eða svo. Eg er undrandi á sumum skrifum sem hafa verið settar á netið og í blöðin að fólk haldi það að Vestfirðir fari til andskotans ef olíuhreinsistöð verði reist hér vestra. Það geta ekki allir lifað af furðulegheitum í langan tíma. Sjóstangveiði er gott mál en það geta ekki margir stundað þetta allt árið um kring, sára fáir. Það vantar hringtengdan sumarveg frá Ófeigsfirði og yfirí Djúp. Og sömuleiðis vantar veg að Drangajökli frá Bæjardalsheiði. Það eru mörg tækifærin hér á Vestfjörðum sem við Vestfirðingar verðum að spila úr sjálfir. En það er með öllu ólíðandi að ef einhvað stendur til að gera til dæmis vegarslóði til Leirufjarðar og eða olíuhreinsistöð á Vestfjörðum þá sé ekki minnst á veiði á hvölum, alltaf er talað við sama skoffínið Árna nokkurn Finnsson spillingarsinna Íslands. Eg hvet alla sem glugga á þennan Hólmavíkurvef að vera framfarasinnaðir í hugsun og gjörðum og horfa björtum augum fram á veginn, já fram á veginn. Til þess að geta notað vegina þurfum við bíla og til þess að getað notað bílana þurfum við eldsneyti á þá er það ekki rétt. Rafmagnsbílar eru að þróast, þá þurfum við meira rafmagn á þá er það ekki rétt, þá verðum við að virkja sprænurnar sem eru á Vestfjörðum. Þannig að eg sé ekki annað en að útlitið verði bara nokkuð gott ef við Vestfirðingar fáum þessa títtnefndu olíuhreinsistöð og að ár verði virkjaðar sem aftur skapa nýja og betri vegi á mörgum stöðum á Vestfjörðum.