10.03.2008 21:01

Fjallaskrepp á gamlar slóðir gerir gott betra.

Rétt fyrir myrkur skrapp ég í ljósaskiptunum uppá fjöll og heiðar þegar sólin var um það bil að setjast. 

Mynd númer 326
Hér blasir við Hrófbergsfjall og vatn og svo grillir í Staðardalin ef vel er gáð.
Mynd númer 327

Steingrímsfjörðurinn er ansi blár og fagur og Bassastaðir eru án sólar, en Hólsfjallið allt uppljómað af sól.

Mynd númer 328
Steingrímsfjörðurinn og Bæjarfellið og Ósdalurinn.
Mynd númer 331

Ósdalurinn og fellin, Steingrímsfjörðurinn, Bassastaðarhálsin, Húnaflóin og fjöllin í fjarska uppaf Skagaströnd og Blönduósi.

Mynd númer 330

Svona blasir botninn á Ósdal við ferðalöngum í lok dags.