10.05.2008 22:33

Heiðin - snjórinn og rjúpan.

Maí 2008 011

Í nótt sem leið var stórhríð á Steingrímsfjarðarheiðinni og töluverður fjöldi af bílum voru að reyna að fara yfir heiðinna. Björgunarsveitin Dagrenning hér á Hólmavík hefur þurft að fara í nokkra björgunarleiðangra uppá heiðina til að aðstoða fólk sem hefur lent í vandræðum. Og líka hafa verið um talsverð umferðaróhöpp á heiðinni vegna lélegs skyggnis og vankunnáttu ökumanna. Og líka það að á þessum tíma eru flestir komnir á sumardekkin sem eg hef í raun aldrei botnað í, því að hér á þessu svæði getur snjóað í það minnsta út maímánuð. En í dag var Ágúst Guðjónsson bílaflutningamaður að ná í tvo bíla sem lentu saman á Steingrímsfjarðarheiðinni í nótt sem leið. Þegar mig bar að garði var Gústi að taka annan tjónabílin af bílaflutningabílnum.

Maí 2008 009                    Það snjóaði á Ströndum í gær og í nótt. Nú er snjórinn nánast farin.
Maí 2008 005                        Rjúpan á Bjannarnesi. Karrinn var hvergi sjáanlegur.