04.04.2008 23:00

Vottar jehóa kellingar að boða sína trú á Ströndum.

Í gær og í dag hafa 3 stútungs kellingar frá votta jehóa verið að predika sína trú á Ströndum. Í gær komu þessar skonortur til kalls föður míns og kirjuðu sína trú í andyrinu á Hrófbergi. Og í dag þegar eg var í Bjarnarfirðinum um 12 leitið voru þessar furðuverur að kirja sinn fögnuð á óðali útvarpsmannsins Leifs Hauksonar á Bakka, og voru þar í drykklangan tíma við þessa undarlegu iðn sína. Eg hitti Matta vert á Laugarhóli í dag og hann sagði mér það að þessar kellingar hafði komið til sín í morgun og spurt hann að því hvað þær væru lengi að fara norður í Árneshrepp, Matti vert var nær kjaftstopp, hann sagði þeim það að það væri ófært þangað sem þær botnuðu ekkert í. En nú undir kvöld voru þessar skrítnu kellingar komnar til Hólmavíkur og voru að bera allskonar trúarsorprit í hús hér á Hólmavík.  Eg hef aldrei getað skilið í svona ofstækistrúarbrögðum eins og þessum. Fyrir ca 30 árum síðan var náungi sem hét Daníel Glad að boða svona trú eins og þessar kellingar eru að gera einmitt núna. Við Strandamenn og flestallir Íslendingar höfum ekkert að gera með svona kolruglað lið eins og þetta er. Og að fara inná annra manna eignarlóðir eins og var gert í dag á Bakka er með öllu óásættanlegt.