07.04.2008 22:46

Mótvægisaðgerðir ríkistjórnarinnar vegna niðurskurðar á aflaheimildum.

Úthlutun styrkja vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar á sviði ferðaþjónustu 2008-2009.

Margt er nú skrítið í kýrhausnum allavega hjá þeim sem fara með valdið á landsvísu. Ekki vissi eg það að ferðaþjónustuaðilar hafi misst aflaheimildir í lögsögu Íslands. Eða hafa þeir sem er á blaðinu hér að neðan átt einhverntíman kvóta sem er syndandi í hafinu. Ekki hef eg séð neina þorska né annað sjávarfang hjá ferðaþjónustuaðilum, hvað þá báta, bryggjur, fiskverkunarhús og svo framvegis.

Úthlutun vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar rennur að mestum hluta til þeirra sem eiga ekki einu sinni bát hvað þá kvóta. Eg stóð í þeirri trú að þeir sem misstu aflaheimildir vegna niðurskurðar Sjávarútvegsráðherranns og Hafró (sjómennirnir sem var tekið af) mundu fá einhverskonar styrk frá ríkisvaldinu, en ekki þeir sem flestir hafa varlað migið í saltan sjó hvað þá gert út skip. Eg get engan vegin skilið þesar styrkveitingar sem eru hér neðar á síðunni.    Tengill inná styrk-síðuna..

Og mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar á aflaheimildum kvótagreifana, kemur víðar við en hjá styrkþegum í ferðaþjónustubrasanum. Þingmenn og ráðherrar sem sitja við Austurvöll ákváðu það að vegurinn frá Staðarárbrúnni og útað Hálsgötugili skildi fara í flýtimeðferð (útboð) vegna niðurskurðar á aflaheimildum ríkistjórnarinnar. En hvað hefur skeð,  útboðið sem átti að vera boðið út í einni heild var skorið í tvennt nú í vetur. Þannig að ferðaþjónustuaðilar og aðilar tengdir þeim fá þessa skrítnu gjafarstyrki sem útgerðaraðilar áttu að fá, en vegurinn frá Staðarárbrúnni og norðurfyrir Grænanes fær að sitja á hakanum. Það mætti halda það að úthlutunaraðilarnir sem sáu um að úthluta þessum styrkjum hafi verið á sterkum lyfjum þegar þessar alkóhóllegu úthlutanir voru ákveðnar.

Hvalur 2008 108

Klikkið hér og farið svo inná annan tengil sem er inná hverjir fengu stirki.