02.04.2008 23:54

123.is er að hressast. Prestakallinn fluttur norður í hrepp nú undir kvöld.

 

Ágætu skoðendur. 123.is kerfið hefur verið í molum síðustu 5 daga, þannig að eg og allir hinir sem erum með 123.is kerfið höfðum ekki getað sagt eitt eða neitt, en þetta er að lagast en samt ekki alveg nógu gott. Nú undir kvöld fór eg með prestakallinn hér á Hólmavík norður í Árneshrepp, að Melum. En hann Gunnlaugur Bjarnason þúsundþjalasmiður (pípari) á að legga lagnir í hús Árneshreppinga sem á að taka í notkun nú í vor. En snjósleðafærið á Trékyllisheiðinni er bölvað, ekkert annað en stokkafenni og seinfarið. En hvað um það eg læt þetta duga að sinni og vona að 123.is kerfið verði komið í 100% lag fyrir helgi, þannig að þá ætti maður að geta gert einhvað meira en ekki neitt.