11.04.2008 20:08

Gunnar Þórðar og kvennakórin, Steingrímsfjarðarheiðin oft ófær, og sjómenn ganga til skips.

New Folder Apríl 2008. 136

Í dag og í gær hafa staðið yfir upptökur í Hólmavíkurkirkju á vegum kvennakórsins  Norðurljósa, og Strandamaðurinn Gunnar Þórðarsson hljómlistarsnillingur og sonur hans Sakarías sjá um allar upptökur og væntanlega líka spilamensku og ráðgjöf. Kvennakórinn Norðurljós hefur æft stíft þau lög sem eiga vera á nýja hljómdiskinum sem kemur ef til vill út fyrir Hamingjudaganna sem eru í endaðan júní næstkomandi.

New Folder Apríl 2008. 141

New Folder Apríl 2008. 145

Steingrímsfjarðarheiðin hefur oft verið ófær marga morgna nú undanfarið. Póstbíllinn sem ekur á milli Ísafjarðar og Staðarskála hefur ekki komist á réttum tímum til Ísafjarðar vegna ófærðar á heiðinni. En mokstursbíllinn beið tilbúinn í porti Vegagerðarinnar þega eg átti leið þar um laust eftir kl 10.30 í morgun.

New Folder Apríl 2008. 131

Þessir sjómenn sem labba fram bryggjuna hægra megin á myndinni voru að rogast með kostinn sem þeir keyptu í ksh nú rétt fyrir lokun í kvöld. Eg held að þessi bátur sé frá Eyjarfirðinum.