28.04.2008 22:53

Villi Sig og frú ferðast núna um á vespu.

Höfn 312

Höfn 314

Þegar bensín og allar olíuvörur hafa margfaldast í verði og þar að auki flestallar nauðsynlegar vörur til þess að geta skrimt af og komist á milli a og b, þá er ekkert annað að gera en að fjárfesta í sparneytnu faratæki sem eyðir nánast engu og bensíntankurinn dugar örugglega í einn mánuð eða svo, þá er það auðvitað vespan sem eg er að tönglast á, sem Vilhjálmur Sigurðsson sjósóknari sem fjárfesti í slíku tæki sem kostaði lítið sem ekki neitt, eða um 12 olíu áfyllingar á Patrolin. Þannig að nú sjáum við Villa og Júllu þeysast um á vespunni fram og til baka þvers og krus til allra átta. Örugglega munu fleiri feta í fótspor Villa og kaupa sér vespu á þessum kreppu og verðbólgu tímum.