19.04.2008 22:45

Drangar og Drangaskörð heimsótt í dag í bongó blíðu.

New Folder Apríl 2008. 394

New Folder Apríl 2008. 351

Um hádegisbilið í dag var farið í smá sleðaferð í glampandi sól og stafalogni norður að Dröngum og Drangaskörðin voru skoðuð í leiðinni. Í þessari sólskinsför í dag voru síðustjórinn, Jón Hörður Elíjasson, Ólafur Tryggvasson og Hrólfur Sigurgeirsson. Þetta var fín og sólrík ferð. Á Drangaskörðunum sá eg einn ref uppá efstu sillunni, en þegar maður horfði niður klettavegginn á þessum fallegu skörðum sá maður refaslóðir út um alla klettasillur. Eg skil ekki hvernig refurinn getur farið um þessa kletta. En það er staðfest að refurinn fer það sem eg og flestir hjeldum að refurinn kæmist engan vegin í þessum klettasillum. En sum sé dagurinn í dag gerði mig þannig í framan að eg þarf ekki að fara til sólarlanda í bráð. Það er nóg að fara til norðurstranda til að fá smá lit á andlit og jafnvel á allan kroppinn í fallegu umhverfi Stranda eins og best gerast á heimsvísu náttúru unnandanns. Fleiri myndir eru inná forsíðu nonna.