29.07.2007 16:18

Vegagerð í Gautsdal nálgast toppinn Þröskulda.

Fyrir hádegið í dag skrapp eg uppá Tröllatunguheiði til að kanna hvað verktakinn sem er að gera vegin um Gautsdal væri komin langt. Það kom í ljós að vegarslóði er nánast komin uppá Þröskulda ,sem er hæðsti puntur á milli Gautsdals og Arnkötludals. Þannig að vegagerð hefur gengið vel. Og ef til vill innan skamms tíma verður hægt að sjá vegagerðartækin bera við himinn efst í Arnkötludal, ef horft er frá Hrófá.