15.07.2007 23:01

Nýr vegur boðin út síðla vetrar 2008.


Eftir eitt og hálft ár verður hægt að keyra á bundnu slitlagi frá Drangsnesi til Reykjarvíkur eftir þeim fréttum sem bæði hafa verið í útvörpi/sjónvörpi og flest öllum blöðum og netmiðlum sem gefnir eru út á Íslandi. Eg er búin að sjá væntanlegt vegastæði sem er frá Svörtubökkum um 1 km fyrir framan Hrófberg og þaðan fer vegurinn í löngum sveig fyrir neðan hólmanna og þónokkuð fyrir neðan Stakkanes og meðfram landinu í fjöruborðinu eða um það bil og fyrir neðan Grænanes og kemur svo í sveig uppá veginn inná svokallaða Grænanesmela. Og svo aftur byrjar nýr vegur ekki fyrr en innanvert við Krókinn og þessum vegaspotta lýkur svo rétt fyrir utan Bekkina. Nýji vegurinn sem fer um Bekkina fer svolítið neðar en gamli vegurinn er. Með að fara með veginn yfir ósinn líst mér vel á, og að fara með veginn fyrir neðan Grænanes er sömuleiðis gott. Þannig ef á að taka mark á Gísla Eiríkssyni yfirspekulant hjá Vegagerðinni á Ísafirði þá verður þessi vegaspotti boðin út síðla veturs 2008.