29.04.2011 06:50

Fyrirspurn til Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðs útboðs á nýjum vegi í botni Steingrímsfjarðar






Fyrirspurn til Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðs útboðs á nýjum vegi í botni Steingrímsfjarðar á Ströndum. Hvað tefur að verkið fari ekki í útboð, eru það skipulagsmál Strandabyggðar fyrir þetta fyrrnefnda svæði? Eða eru það landeigendur Grænaness um að kenna. Svar óskast helst í dag 28 apríl 2011, eigi síðar en 29 apríl 2011. Virðingafyllst Jón Halldórsson Landpóstur á Ströndum.

Svar Vegagerðarinnar.

 Sæll Jón, aðalskipulag Strandabyggðar hefur ekki verið staðfest. Það mun þó vera á lokasprettinum. Samningamál við landeigendur eru í gangi. Erfitt að segja á þessari stundu hversu hratt það muni ganga. Fer alfarið eftir viðhorfi landeigenda. Ljóst að málið gæti dregist eitthvað á langinn vegna þess.