15.06.2007 21:38

Umferðaskiltin á ljósastaurum hér á Hólmavík.

















Mér var bent á það í dag af athyglisgóðum Hólmvíking sem hefur búið hér alla tíð að umferðarskilti sem eru hér innanbæjar eru flest boltuð á ljósastaura sem Orkubú Vestfjarða á og rekur. Ég sem hef átt hér heima á Hólmavík hátt í 20 ár var ekki búin að taka eftir þessu með umferðaskiltin. En ég hlýt að spyrja mig að því hvort að það sé leyfilegt að setja umferðarskilti á ljósastaur,ég efa það að það sé löglegt. Eftir þeim heimildum sem ég hef kannað í dag þá var Orkubúið aldrei spurt að því hvort þessi gjörningur væri leyfilegur. Að mínum dómi eru nánast öll umferðarskilti sem eru á Hólmavík á röngum stað og líka í vitlausri hæð. Fólk á ekki að þurfa að rekast í sjálft skiltið þegar er labbað fram hjá skiltinu. Meira síðar.