11.11.2007 22:43

Framtíðarvegurinn okkar allra var skoðaður í dag.

Eg skutlaðist í dag yfir í þá dali sem eg hef haft syngjandi í höfði mér vel á annan áratug Arnkötludal og Gautsdal. Tröllatunguheiðin eins og hún var í dag er einungis fær fyrir fjórhjóladrifsbíla, en vegurinn sem er búið að gera efst í Arnkötludal og svo nánast allan Gautsdal sést varla nema snjóföl á þessum vegi. En hvað um það verktakin hefur flutt öll sín tæki nær byggð eða að fossinum í Gautsdal sem er aftur er byrjað að sprengja klöppina sem er fyrir neðan sjálfan fossin, og svo eru tæki líka komin niður fyrir sjálfan Gautsdalsbæin þar sem er byrjað að gera klárt fyrir stóran hólk sem verður settur í ána. Þannig að mér sýnist það að verktakin ætli sér að ljúka við veginn að vestfjarðarvegi nr 60 fyrir jól.