Blog records: 2008 N/A Blog|Month_10
30.10.2008 23:07
Arnkötludalur í dag. Það potar aðeins neðar. Náma er að verða til.
30.10.2008 22:50
Borun á Laugarhóli gekk vel. 50 stiga hiti varð raunin og 9 sekundulítrar.
29.10.2008 22:53
Í morgun var sólin að reina láta ljós sitt skína með rauðleitum sjávarglampa.
29.10.2008 22:45
Jólatréið í gaðinum hjá mér er bara nokkuð flott með þessum snjó.
28.10.2008 09:34
Söngskemmtun í Bragganum 1 nóvember. Þar á meðal verður flutt þjóðlag Strandatröllanna.
25.10.2008 22:49
Er kreppan komin til Strandasýslu?. Hafa fyrirtæki á Hólmavík tapað fjármunum? ef er hvað mikið.
Um þessar mundir eru heilsugæslustöðvar á Íslandi að sprauta landann fyrir slæmri óværu sem er kölluð flensa og er bráðsmitandi skðræðisgripur og er flestöllum til mikilla ama. En ég lét sprauta mig við þessum skaðvaldi.
En það er annar og ekki betri skaðvaldur sem virðist geisa um allan heimin það er skaðvaldur sem mætti kalla með réttnefni ÞJÓFNAÐUR AUÐMANNA sem hafa farið um allan heimin og skilið eftir sig sviðna jörð, en lifa sjálfir í vellistingum og spranga út um allar Jónfrúareyjur í Karabíjahafinu og láta smíða snekkjur fyrir sig úr Gulli og Marmara ásamt öllum höllunum sem þessir ræningjar hafa sallað aðsér bæði á heimsvísu og líka á Íslandi., og segjast ekki hafa komið nálægt þessu falli bankana. Þessir svonefndu auðmenn voru búnir að skuldsetja Ísland 13 fallt ef miðað er við hvað Ísland þénar á hverju ári. Eftirlitið með þessum þjófum var ekkert og bankamenn almennt og ráðherrar ásamt stóðinu í Seðlabankanum hefur logið að Íslensku þjóðinni í mörg ár og gera enn. Allt var í himna lagi en samt var allt löngu komið í klessu hjá þessum guttum.
En hvort að afleiðingar af þessu alsherjar hruni bankana hafi haft einhverjar afleiðingar hér á Hólmavíkur, svarið er því miður stórt JÁ. Áreiðanlegar heimildir hef ég fyrir því að tap tveggja fyrirtækja sem áttu einhversskonar bréf/hlutabréf hafa tapað þeim öllum þegar bankarnir hrundu og þetta eru engar smá tölur sem um ræðir, skiptir tugum ef ekki hundruðum miljóna, Þannig að bankaflensan hefur skotið upp kollinum hér á Hólmavík eins og á flestum stöðum á landinu. Ég verð að segja það að Íslensk stjórnvöld verði skilirðislaust að ná andvirði þeirra meintra eigna hingað til lands sem þessir útrása víkingar hafa fjárfest í, til að koma með þenna stolna auð heim til að hjálpa landinu okkar til að komast sem fyrst útúr þeim mikla vanda sem þessir leppalúðar hafa sett þjóðina í.
25.10.2008 22:46
Í dag liðkaði ég smá sleðann fyrir átök vetrarins, og allt virtist vera góðu lagi.
24.10.2008 22:19
Þetta er flott hjá ýtustjóranum, þá er bara að skipuleggja og hanna hver fær hvaða lóðarskika.
24.10.2008 22:17
Hefði ekki verið nær að kveikja í brettunum, og eða láta þau á áramótabrennu?
23.10.2008 09:46
Þetta er spekingurin og prófersorin á Broddadalsá Davíð Ernlingsson.
21.10.2008 22:56
Leikskólabörn og umsjóna frúr barnanna á Lækjarbrekku voru úti að leika í dag.
20.10.2008 22:36
Brúargerð við Hrútey í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi þokast hægt áfram.
18.10.2008 23:55
Útgáfutónleikar Bjarna Ómar voru haldnir í kvöld vegna útkomu disksins fyrirheit.
18.10.2008 17:10
Arnkötludalur í dag. Á 10 dögum hefur vegurinn þokast nær byggð um ca 550 metra, þó það.
17.10.2008 22:16
Það er engin krepputíð hjá Þ.V.Þ, 12 hjóla Bens og fjölnota grafa hafa bæst í flotan.
17.10.2008 22:10
Það stittist í 1 nóvember. Þessar vóru í gamlaplássinu hér á Hólmavík í dag.
15.10.2008 22:40
Veður fer kólnandi um og eftir helgina, á að fara að snjóa og frista.
Norðlæg átt, yfirleitt á bilinu 3-10 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil ringing norðan- og austanlands en víða léttskýjað sunnan- og vestanlands. Snýst í vaxandi sunnanátt í nótt, 8-13 m/s um hádegi. Rigning um vestanvert landið í fyrramálið og einnig sunnanlands eftir hádegi, en heldur hægari og þurrt að mestu norðaustantil. Hiti 0 til 7 stig, vægt frost í innsveitum í nótt, en heldur hlýrra á morgun.
Á föstudag: Sunnan og suðvestanátt, víða 5-10 m/s, en hvassari við suðurströndina. Bjartviðri norðaustantil á landinu, annars rigning eða skúrir. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag:
Norðvestanátt, allhvöss við norðausturströndina, en hægari annars staðar. Él norðantil, en bjartviðri á sunnanverðu landinu. Hiti um eða undir frostmarki. Á sunnudag:
Austlæg átt og víða él, en úrkomulítið V-lands og í innsveitum á N-landi. Hiti breytist lítið.
Á mánudag og þriðjudag: Ákveðin norðanátt, snjókoma eða él N- og A-lands, annars þurrt. Frost 0 til 5 stig. Á miðvikudag: Snýst líklega í suðlæga átt, með hlýnandi veðri.
11.10.2008 22:32
Smá skutl uppá Kollabúðarheiði.Ekkert kvikt sást á þessum slóðum í dag.
09.10.2008 21:54
Þessar fallegu myndir voru teknar við bryggjuvog rétt hjá Broddanesskóla í Kollafirði í gær.
09.10.2008 21:47
Árni Kópsson og hans menn voru í dag að undirbúa að bora eftir heitu vatni við Laugarhól.
- 1
- 2