Blog records: 2011 N/A Blog|Month_4
30.04.2011 19:45
Þá eru blómin í garðinum hjá mér farin að vakna til lífsins eftir langan og leiðinlegan vetur
30.04.2011 19:41
Jæja þá er stór frændinn komin með Strandveiðidallin Rut ST 50 upp við bílskúr og gerður klár
30.04.2011 19:38
Hvað er Lilli að búa til? Er það fuglaskoðunarhús? Svipað og Matti Lýðs reisti eða kvað?
30.04.2011 19:32
Brúðkaup 21 aldarinnar var í beinni í gær, og svalakossinn var festur á myndakubbinn.
30.04.2011 19:11
Regnbogin er oft fallegur á að líta eins og hann var í gær, myndirnar teknar frá Heiðarbæ
30.04.2011 18:52
Í dag kom Darina með hátt í 300 tonn af rækju til Hólmavíkur sem er örugglega vel þegin.
29.04.2011 06:50
Fyrirspurn til Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðs útboðs á nýjum vegi í botni Steingrímsfjarðar
Fyrirspurn til Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðs útboðs á nýjum vegi í botni Steingrímsfjarðar á Ströndum. Hvað tefur að verkið fari ekki í útboð, eru það skipulagsmál Strandabyggðar fyrir þetta fyrrnefnda svæði? Eða eru það landeigendur Grænaness um að kenna. Svar óskast helst í dag 28 apríl 2011, eigi síðar en 29 apríl 2011. Virðingafyllst Jón Halldórsson Landpóstur á Ströndum.
Svar Vegagerðarinnar.
Sæll Jón, aðalskipulag Strandabyggðar hefur ekki verið staðfest. Það mun þó vera á lokasprettinum. Samningamál við landeigendur eru í gangi. Erfitt að segja á þessari stundu hversu hratt það muni ganga. Fer alfarið eftir viðhorfi landeigenda. Ljóst að málið gæti dregist eitthvað á langinn vegna þess.
29.04.2011 06:48
Guð sé lof og dýrð, í dag var verið að hefla vegin í Bjarnarfirðinum, þvílíkur munur - úff
29.04.2011 06:42
Bassi nr 1 bað um myndir að væru teknar af Tindinum upp af Tind í Miðdal í gær, hinar koma síðar
29.04.2011 06:40
Haförn var í morgun upp af ystaklifi utanvert við Hrófberg, slæmt myndatökuveður
28.04.2011 05:17
Ekki hef ég tekið eftir þessari skriðu fyrr en í dag, í Miðdal beint á móti Geststöðum, neðan Tind
28.04.2011 05:13
Sæfugl ST 81 frá Drangsnesi var á Grásleppuveiðum innanvert við Bjarnarnes á Selströnd í dag
28.04.2011 05:11
Hilmir ST 1 frá Hólmavík á feikna siglingu út af Drangsnesi í morgun.
28.04.2011 05:08
Hamravík ST 79 á þurru land, hann fer kannski á Strandveiðar eins og fleiri í sumar, hver veit
27.04.2011 04:29
Straumendur við Fellsána í Kollafirði í dag, Þetta er með falllegri fuglum á voru landi.
27.04.2011 04:27
Það er nóg af salti í porti Vegagerðarinnar sem verður haugað á vegi á Ströndum innan fárra daga
27.04.2011 04:17
Margt getur nú breyst þegar fiktað er í tökkum myndavélarinnar, allt brenglað og bogið,bara töff
26.04.2011 02:52
Fyrrum sægreifi og stórkvótaeigandi/seljandi er búin að kaupa Strandveiðibatinn Suðri ST 99
26.04.2011 02:48
Nú er farið að keyra áburðinum til bænda vítt og breitt svæðið.
25.04.2011 04:00
Þorgeirsdalur upp af Þorskafirði heimsóttur í dag.Væntanlegt vegastæði skoðað, gott vegastæði
Þorgeirsdalur. Þorskafjörður í baksýn.
Neðsti hluti Þorgeirsdals.
Miðbik Þorgeirsdals.
Botn Þorgeirsdals.
Fremri Fjalldalur upp af Þorgeirsdal.
Botn á Fremri Fjalldal.
25.04.2011 03:50
Pabbarnir þeirra eru frá Berginu,flottir gæjar Valdimar og Bjarmi á leið á Riis teiti 22 apríl
25.04.2011 03:46
Ljósmyndari góður hér í bæ sendi mér þessa mynd/ir tekna frá Skeljavíkurhálsi í gærmorgun
25.04.2011 03:41
Fór síðla dags í smá göngurölt fram að Vatnshorni í Þiðriksvallardal í bongó blíðu.
24.04.2011 05:30
Innan veggja Vegagerðarinnar er komin upp hugmynd í annað sinn um vegalagningu um Þorgeirsdal
Þetta er ekki aprílgabb. Þorgeirsdalur er frá Múla í Þorskafirði (vestanmegin) og um Þröskuldavatn og meðfram Gedduvatni á Þorskafjarðarheiðinni og þaðan framhjá Högnavatni og á veginn við Sótavörðuhæðina á Steingrímsfjarðarheiðinni. Ef þessi hugmynd kemst á koppinn þá kvu vera 27 km stytting á milli Ísafjarðar og Króksfjarðarnes. En það má ekki gleyma því ef þessi leið verður farin þá er hún og mun alltaf vera hálendisvegur með um og yfir 500 metra háan fjallveg og um 30 km langan sem er býsna hátt og langur fjallvegur og snjóa mikill þó að hugmyndin sé sú að vegurinn eigi að liggja á svipuðum stað og gamla póstleiðin (vörðurnar) eru.