Blog records: 2009 N/A Blog|Month_7
31.07.2009 21:31
Á minni póstleið eru það einungis tveir bændur sem heyja í vothey, sem eru Húsavík og Steinadalur.
Written by J.H. Hólmavík.
31.07.2009 21:27
Álftir út af Tóftarvík sem er fyrir utan Hrófberg. Brattagata og Líkfaralá í baksýn.
Written by J.H. Hólmavík.
29.07.2009 19:04
Vegurinn frá Kaldrannanesi,fram Bakkaflóann og yfir Bassastaðarháls er nánast ófær öllum bílum.
Ekkert nema þvottabretti og aftur þvottabretti, þetta er vægast sagt skömm í hatt Vegagerðarinnar.
Written by J.H. Hólmavík.
29.07.2009 18:59
Í dag var byrjað á því að fleyga klappir við Borgabrautina þar sem á að koma stórt sumarhús.
Written by J.H. Hólmavík.
29.07.2009 18:52
Sérðu það ekki maður að gluggar eru komnir á húsið, var kallað til mín af húsbyggjandanum í dag.
Written by J.H. Hólmavík.
27.07.2009 19:31
Nýi skólastjóri Grunnskóla Hólmavíkur Kristján Sig var að mok veiða í rokinu í Fellsánni í dag.
Written by J.H. Hólmavík.
27.07.2009 19:27
ST 3 var á siglingu í kaldanum í morgun rétt utanvert við Hveravíkina.
Written by J.H. Hólmavík.
25.07.2009 19:51
Í dag var fjölmenni í sumarhúsunum í landi Kirkjubóls í Staðardal, og fleirum bústöðum.
Written by J.H. Hólmavík.
25.07.2009 19:48
Kálfanesbændur á Hólnum góða hafa fagurt útsýni frá slotinu fagra sem á örugglega eftir að stækka.
Written by J.H. Hólmavík.
25.07.2009 19:43
Það snjóaði í hæðstu fjöll á Ströndum, þar á meðal var Háafell uppaf Djúpavík hvítt í morgun.
Written by J.H. Hólmavík.
24.07.2009 22:04
Á fallegum degi við Hólmavíkurhöfn. Fyrir nokkrum dögum. Svona er veðurfar oftast á Hólmavík.
Written by J.H. Hólmavík.
23.07.2009 22:14
Blettur ehf frá Akureyri hefur verið undanfarna daga að bletta og laga slitlög á Stranda vegum.
Written by J.H. Hólmavík.
23.07.2009 22:06
Í firradag voru bændur í Miðdalnum sem á fleirum stöðum á Ströndum í heyskap í blíðunni.
Written by J.H. Hólmavík.
23.07.2009 19:29
Virðingarfyllst ágætu síðu skoðendur. Þetta myndefni sem þið sjáið er skömm Strandabyggðar.
Written by J.H. Hólmavík.
22.07.2009 21:33
Arnkötlu og Gautsdalir í kvöld. Verkið þokast áfram en umferð verður hleypt á vegin á haustdögum.
Ég hitti verkstjórann í kvöld sem sagði mér það að það sé stemmt á að ottandekk (bundið slitlag) verði komið á allan Arnkötludal fyrir ágúst lok, uppá Þröskulda.
Og að verkinu verði fullu lokið fyrir desember næstkomandi. Þannig að Gautsdalur verður að öllum líkindum ekki komin með bundið slitlag fyrr en á næsta ári 2010, en samt fær öllum bílum og verður snjómokstur á veginum 6 daga vikunar eftir þeim upplýsingum sem ég hef þefað uppi síðustu daga. Mikið framfaraspor er að komast á kortið í vegamálum okkar Vestfirðinga með heilsársvegi um þessa gullfallegu dali ásamt með brúnni yfir Mjóafjörð í djúpinu. Þannig að stytting vegarins á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur er um heila 80 km sem er nú talsvert mikið framfaraspor og það á Vestfjörðum.
Written by J.H. Hólmavík.
21.07.2009 21:53
Það væri munur að eiga svona fjalla faraskjóta sem kæmist nánast allt, var á Hólmavík í dag.
Written by J.H. Hólmavík.
21.07.2009 21:50
Kirkjuból í fyrrum Tungusveit baðaður í fallegri kvöldsól af bestu gerðinni nú áðan.
Written by J.H. Hólmavík.
20.07.2009 21:30
Myndasíða mín er NONNI, en þessi er blogg, mynd geymslu og Myndbanda síða. Einfalt, bara að horfa.
Ég hef varla undan að svara fólki sem vill skoða myndirnar mínar. Myndasíðan mín er öllum opin sem ég kalla NONNAN og er hægramegin á skjánum, beint undir myndinni af Hólmavík. Bara að horfa þá sést tengillin nonni.123.is mæta vel.
Myndböndin eru hér á þessari síðu sem þið eruð vonandi að skoða núna. Þrjú ný myndbönd, Grímseyjarsund og brekkusöngur með Ragga Torfa.
Written by J.H. Hólmavík.
19.07.2009 00:33
Bryggjuhátíð á Drangsnesi 2009 sennilega sú fjölmennesta frá upphafi.
Fleiri myndir á NONNANUM.
Written by J.H. Hólmavík.
17.07.2009 21:11
Fjölmenni er komin á Bryggjuhátíð á Drangsnesi. Á morgun er Grímseyjarsund ásamt öllu hinu. Mætið.
Written by J.H. Hólmavík.
16.07.2009 21:40
Fór seinnipartin uppá Kálfanesfjall á haftið sem er á milli Þiðriksvallardals og Ósdals,góð ferð.
Fleiri myndir á NONNANUM.
Written by J.H. Hólmavík.
15.07.2009 20:02
Þetta hesta fólk var í Kollafirði í dag og stoppaði um stund í Stóra Fjarðarhorni.
Written by J.H. Hólmavík.
15.07.2009 19:48
Séð frá Vitabrautinni. Ekkert enn er farið að gerast fyrir utan Víðidalsána. 17 júní er búinn.
Written by J.H. Hólmavík.
15.07.2009 19:45
Þessi mynd er tekin uppá Fellabökum um miðnættið í fyrradag þegar sólin var nánast í há norður.
Written by J.H. Hólmavík.
15.07.2009 19:41
Það er alltaf reytingur á tjaldstæðinu við Laugarhól, meira segja hefur Hömmer verið þar.
Written by J.H. Hólmavík.
13.07.2009 20:50
Vinnustofa listamannsins er um það bil að komast undir þak. Frumleg bygging af hætti listamanns.
Written by J.H. Hólmavík.
- 1
- 2