Blog records: 2009 N/A Blog|Month_1
31.01.2009 17:11
Vegagerð uppaf Hrófá á Ströndum potar nær þjóðvegi Stranda.
30.01.2009 22:32
Í dag. Innst í Steingrímsfirði, fuglar við kirkjuna og fólk við kirkjuhvamminn.
29.01.2009 22:32
Í morgun tók guð almáttugur upp á því að snjóa beint niður, en ekki á ská.
29.01.2009 09:40
"Ef ekki núna þá aldrei"
Veiðar á hrefnu og langreyðum eru leyfðar næstu fimm árin samkvæmt reglugerð sem Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út. Leyfilegur heildarafli skal nema þeim fjölda dýra sem kveðið er á um í veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Heimilt er að flytja allt að 20% af veiðiheimildum hvers árs yfir á næsta ár á eftir. Konráð Eggertsson, hrefnuveiðimaður, segir þessi tíðindi afar ánægjuleg. "Það var nú kominn tími til að þetta yrði leyft. Nú vantar vinnu og gjaldeyri og ef ekki núna og þá aldrei," segir Konráð. Hann segir nóg af hval í hafinu. "Jú, maður lifandi. Það er ekki spurning í okkar huga. Spurningin er hvar maturinn er og hvalurinn er þar, það er einfalt mál. Þetta er eins og með aðrar skepnur, þær flytja sig þangað sem eitthvað er að hafa, og maðurinn gerir það líka," segir Konráð. Hann segist hafa hugsað sér að kaupa stóran hvalveiðibát sem getur farið víðar í kringum landið. Einnig ætlar hann að hafa tvo minni báta með, en segir annars óráðið hvað verður.
Veiðar á langreyðum hófust í atvinnuskyni haustið 2006, en hafa legið niðri síðan vegna óvissu um sölu afurða. Nú hefur þeirri óvissu verið eytt. Veiðar á hrefnu í vísindaskyni hófust árið 2003 og lauk árið 2007. Alls voru veidd 200 dýr. Veiðar á hrefnu í atvinnuskyni hófust árið 2006 og hafa verið stundaðar síðan. Alls hafa 46 dýr verið veidd í atvinnuskyni og afurðirnar að langmestu leyti farið á innlendan markað. Á þessum tíma hafa því alls verið veiddar 246 hrefnur.
Leyfi til veiða á hrefnu á árunum 2009-2013 skal veita þeim íslensku skipum sem eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila sem hafa stundað hrefnuveiðar í atvinnuskyni á árunum 2006-2008 eða félaga sem þeir hafa stofnað um slíka útgerð. Einnig er heimilt að veita leyfi þeim einstaklingum eða lögaðilum sem að mati ráðherra hafa sambærilega reynslu af útgerð á hrefnuveiðum í atvinnuskyni. Eingöngu þeim skipum sem sérútbúin eru til veiða á stórhvölum er heimilt að taka þátt í veiðum á langreyði árin 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013.
Sú ákvörðun að veiðiheimildir séu til 5 ára er í samræmi við almenna venju innan Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þar eru veiðiheimildir, t.d. Bandaríkjanna, jafnan ákveðnar til 5 ára í senn.
Heimild bb.is
28.01.2009 22:24
Í dag. Hvalsá. Kollafjarðarnes, Broddanes og Broddadalsá teknar handan fjarðar.
3 myndir fyrir Gísla Ágústsson málarameistara og leikara með meiru frá Hvalsá.
27.01.2009 22:16
Hólmavík. Miðdalur með lambatind og háafell í baksýn. Burstahús í Kollafirði.
25.01.2009 22:08
Vatnadalur í dag er nánast snjólaus. Tók þessar myndir á hæð sunnanmegin við Hrófbergsvatnið
Ég varð nú að taka myndir af sloti vinarmíns og óska honum til lukku með nýja djobbið.
24.01.2009 21:52
Gagnvegur. Hvað er sjóarinn síkáti frá Sandnesi að meina, hvernig reynist nýjasta kærastan?
24.01.2009 21:48
Vegaframkvæmdum í Arnkötludal (í Hómapatalandi) nálgast hægt og sígandi þjóðveg við Hrófá.
23.01.2009 22:38
Síðustjórinn fékk skammir í morgun, vegna bloggfærslu 20/01. Glerhálka á Ströndum.
Síðustjóra og lögreglu var hótað kæru frá Vegagerðinni vegna bloggfærslu og frétta rúv og fleirra 20/01 þegar vörubíll valt við Þorpa.
Í morgun í minni daglegri póstferð kem ég oft með póst til Vegagerðarinnar hér á Skeiðinu sem er gott og blessað og nánast alltaf gaman og smá spjall um amstur síðustu daga eða svo.
En í morgun var allt annar tónn í yfirmanninum á þeim bænum og fleirum sem þar var nema einum sem var uppí hefli og hafði gaman að, enda eins og síðustjórinn eru báðir í Góunefnd nú í ár.
En sum sé, ég var yfirheyrður og skammaður fyrir rangan málflutning á minni bloggsíðu sem snéri að hálkuvörn á Ströndum 20/01. Og að ég hafi farið með rangt mál þann 20/01.
Sjá vertrarþjónsutu skjal frá Vegagerðinni hér neðar.
Ég var sakaður um lygar og rangan málflutning gagnvart vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Mokstursdagur þann 20/01 hefði ekki verið þennan dag sem ég setti inná þessa síðu 20/01. Mokstursdagar hjá Vegagerðinni eru á mánudögum og miðvikudögum frá Drangsnesi til Bjarnarfjarðar.
Takið eftir 20/01 er á Þriðjudegi en samt fer bíll frá Vegagerðinni um morguninn til Drangsnes til að kanna vegskilirði til aksturs. Og merkilegt hnokk fer bíll frá Vegagerðinni til Drangsnes í fljúgandi hálku án hálku varnar búnaðar - salt/sand dreifara. Nú skil ég engan vegin vinnu brögð Vegagerðarinnar, eða þeim sem setja sínum starfsmönnum starfsreglur sem eru með öllu langt út á túni. (Sorrí)
Ég er undrandi á þeim orðaflaumi sem kom frá æðsta manni Vegagerðarinnar hér við fjörðinn sem varðar bloggfærslu mína 20/01 (komment) Ég var sakaður um rangfærslur lygar og atvinnurógburð á hendur starfsmönnum Vegagerðarinnar, og að ég færi alltaf með rangt mál í mínum bloggfærslum, og að engin nennti að líta inná slíkar síður.
Málið er ekki svona einfalt. Þann 20/01 á þriðjudagin var, var lögreglan hér á Hólmavík á vetvangi þegar vörubíll valt á veginum við Þorpa hér á Ströndum. Frétta menn höfðu samband við lögregluna og var að afla gagna bæði um hálkuna og veltuna á bílnum. Lögreglan sagði við fréttamann á þá vegu að heimamenn þektu hálkustaðina betur en aðrir, þannig að Vegagerðin hefði ekki staðið sig í stikkinu með að sanda og salta vegi á Ströndum. Einfalt.
Bíðið við. Vegagerðin hafði samband við þann Lögreglumann sem var á vettvangi þegar veltan var við Þorpa, hvort að hann hefði sagt það að Vegagerðin hefði ekki staðið sig sem skildi með hálkuvarnir. Sum sé löggan var kölluð á teppið hjá Vegagerðinni vegna þessa einstaða máls. Lögreglan tjáði Vegagerðinni að það sem hann hefði sagt hefði verið rangtúlkað á allan hátt?
Þannig að ég tel og veit það að Vegagerðin hefur hlaupið mikið ásig gagnvart færslunni 20/01.
Ég sem umsjónamaður þessarar síðu þá kemur það hvergi fram í minni bloggfærslu/kommenti
að ég hafi minnst á hvar hálkan var mest, og líka það er hvergi minnst á mokstursdaga né hálkuvarnardaga Vegagerðarinnar hér á Ströndum.
Rekstrarstjóri og Verkstjóri Vegagerðarinnar hér á Ströndum þurfa ekki telja sig heilaga yfir vegum hér á Ströndum. Hver á vegina og hver á Vegagerðina, það erum við allir Íslendingar, bæði ég og þú og allir hinir. Og hana nú.
Hér er kommentið frá mér sjálfum 20/01 2009
Lauk rétt hjá þér. Þetta er með verstu hálkudögum sem ég hef upplifað, sem eru allmörg ár. Vegagerðin hefur ekki staðið sig sem skildi gagnvart hálkuvörn. Ég er nú ekki mikið fyrir það að kvarta og kveina um færð á vegum. En í dag var þetta skelfilegt. Að þurfa að hleypa lofti úr dekkjunum niður í 10 pund svo að bíllinn standi og dansi ekki á veginum, lýsir best þjónustu vegagerðarinnar hér á Ströndum.
SMÁ VIÐBÓT.
Hér eru reglur Vegagerðarinnar um mokstur og hálkuvarnir. Skoðið vel. Svolítið flókkið, sést vel
vinstra megin..
21.01.2009 21:04
Þessa einstöku mynd að mínum dómi, náði ég í dag. Það sést meira segja táknið + sólin.
21.01.2009 21:01
Hvað er eiginlega að hjá kommentaranum. Er hann nokkuð í djúpum löbbara?
20.01.2009 17:13
Glerhálka á Ströndum. Í dag valt treiler vöruflutningabíll við þorpa á Ströndum.
17.01.2009 22:57
Arnkötludalur í dag. Verkið potast smá áfram með hverri vikunni.
16.01.2009 22:44
Hestar í Skeljavík, voffi á Hnitbjörgum og fleiri hestar í Miðhúsum.
14.01.2009 22:39
Sveitarstjórn Strandabyggðar orðin klikkuð, vill friðun á hvölum. Við veiðum þá og étum.
Hér er samþikt sveitastjórnar Strandabyggðar frá 13 janúar.
Sveitarstjórn Strandabyggðar er orðin KLIKKUÐ.
Sveitarstjórnin hefur ekkert umboð frá sínum kjósendum til að samþykkja svona lagað. Hefjum hvalveiðar og það STRAX.
14.01.2009 13:26
Selur skotin við nefið á Bergsbóndanum í gær, var sóttur í skjóli myrkurs í nótt. Skömm.
14.01.2009 09:24
Þetta vissu allir. Nafni Jón Eðvald ekki Alfreðsson ráðin sem KSH stjóri. Þá er vitleysunni lokið
K S H.
14.01.2009 09:09
Verklokum í Arnkötludal ekki frestað.
Áætluðum verklokum við gerð nýs vegar um Arnkötludal hefur ekki verið seinkað þrátt fyrir að framlög til nýframkvæmda í vegagerð lækki um u.þ.b. fimm milljarða króna frá því sem fyrirhugað var á fjárlögum í haust. "Verkið mjakast áfram og það verða engar breytingar á því fyrir utan að ákveðið var að opna ekki fyrir umferð um veginn í vetur eins og ýjað hafði verið að. Verkinu á að vera lokið í haust", segir Guðmundur Rafn Kristjánsson, deildarstjóri nýframkvæmda á norðvestursvæði hjá Vegagerðinni. Nýi vegurinn um Arnkötludal verður 24,5 km langur og fer hæst í um 368 metra yfir sjávarmál við Þröskulda.
Eins og kunnugt er tengir vegurinn Reykhólahrepp og Strandir og liggur um Arnkötludal og Gautsdal, lítið eitt norðar en núverandi vegslóði um Tröllatunguheiði. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir 1. september.
Aðspurður um vegaframkvæmdir í Mjóafirði segist Guðmundur Rafn eiga von á að þær hefjist að nýju í apríl, maí eða þegar veður leyfir. Vegurinn frá vegamótum Eyrarfjalls í Ísafjarðardjúpi að Mjóafjarðarbrú er fullbúinn með bundnu slitlagi og brýrnar í Reykjarfirði og Vatnsfirði eru fullbúnar. Umrædd leið er álíka löng og núverandi leið yfir Eyrarfjall. Sú leið hefur oft verið lokuð um fjóra mánuði á ári vegna snjóþyngsla og þungatakmarkana. Þá hafa vegfarendur þurft að taka á sig 35 km krók út fyrir Vatnsfjarðarnes eftir mjóum og seinförnum vegi. Reykjanesleiðin liggur hins vegar meira og minna með ströndum fram og er því snjóléttari.
Heimild BB.is
12.01.2009 22:33
Það er leikur í Bassanum, nú spænir hann eftir öllum stéttum og frussar öllu í burtu.
12.01.2009 22:26
Það er komin talsverður snjór í Bjarnarfjörðin. Skafl á heimriðinni heim að Odda.
12.01.2009 22:23
Í dag. Þetta potar hægt og rólega hjá þeim vegagerðarmönnum uppaf Hrófá.
11.01.2009 22:55
Staðaráin í dag. Klakastífla hefur myndast fyrir neðan brúna, og er komin uppundir veg.
- 1
- 2