Blog records: 2014 N/A Blog|Month_2
25.02.2014 19:35
Beygjurnar á Framnesflónum í Bjarnarfirði öðruvísi myndaðar í dag 25 febrúar 2014.
25.02.2014 19:24
Broddadalsárrekinn þar er margt að sjá og fjallahringinn þaðan....
24.02.2014 20:58
Nánast er snjólaust þarna við Snoppuna á Grænanesi þar sem iðulega er snjórinn þarna í metravís
22.02.2014 18:38
Tómlegt er á hólnum það vantar meistarann sjálfan en svona er víst lífið - Víðivellir í dag.
22.02.2014 18:32
Lélegar símamyndir. Skrapp upp á Steingrímsfjarðarheiðina að sæluhúsinu í dag þar er nánast bylur
21.02.2014 20:25
Miðhúsabæirnir í uppsveitum Kollafjarðar á Ströndum norðurs.
21.02.2014 19:51
Gamlir fiskhjallar og ef er vel er gáð þá eru tvær Grímseyjar í bakrunni myndarinnar.
21.02.2014 19:40
Kuldalegt í Bjarnarfirði á Ströndum í dag en snjólítið miðað við árstíma.
19.02.2014 19:44
Þessi önd er búin að vera í höfninni um hríð hvað hún heitir er ég ekkert klár um svar óskast
19.02.2014 19:41
Mörg andlit eru í þessum kletti sem stendur við Breiðuvík utanvert við Þorpa á Ströndum.
19.02.2014 19:39
Skáldið uppá rönd og þakið bundið niður í léttkerruna og karið...
18.02.2014 20:31
Sólupprisa við Steingrímsfjörðinn og sólsetur við Þiðriksvallarvatn ekkert nema fegurðin ein.
18.02.2014 20:23
Frábært veður hefur verið hér í tvo daga kalt og tært og frábært útivistarveður - myndir
18.02.2014 20:19
Nú áðan kom þessi fagra afa hnáta í fyrsta sinn í Miðtúnið sæl og glöð og vel vetra búin,afa dúlla
17.02.2014 21:26
Númer eitt tvö og þrjú er að hafa augun opin. Þetta listaverk er rétt við bæjardyrnar á Broddadalsá.
17.02.2014 21:07
Boltafrétt. Fótbolta mót Geislans í 5 flokki stráka haldið á Akureyri um síðustu helgi...
Við ferðuðumst til Akureyrar um síðustu helgi með 5 flokk stráka í fótbolta á fótboltamót Þórs. Sem hefur heitið goðamót þórs. Þessir sömu strákar fóru þangað í fyrsta skiptið í fyrra og stóðu sig með sóma þá og fengu afhent verðlaun fyrir prúðasta liðið innan vallar sem utan vallar en náðu ekki að vinna marga leiki í það skiptið eða einn að mig minnir. Núna var blásið til sóknar fyrir þetta árið og það skilaði okkur titli. Þeir unnu sína deild og ekki nóg með það heldur unnu alla sína leiki. Þeir komu því heim með bikar með sér í gær, sem verður varðveittur uppí íþróttahúsi. Þeir eiga fyllilega skilið að fá umfjöllun og athygli fyrir þennan árangur. Þarna vorum við litla liðið frá Hólmavík að spila við stóru liðin. Meðal liða á mótinu voru KR, Þór, KA, Hvöt og mörg fleiri. Við vorum klárlega minnsta bæjarfélagið en samt það bestaJ. það stendur svo til að fara með þá á næstu mót fyrir þeirra aldursflokk. Þeir munu fara á smábæjarleika í vor á Blönduósi og svo munu þeir fara á unglingalandsmót í ágúst og sennilega fara á einhver fleiri mót í sumar. Þetta eru upprennandi fótboltamenn sem við eigum hér og eru okkur öllum til sóma hvert sem þeir fara fyrir prúðmennsku og góða framkomu.
Þeir sem eru í liðinu eru þeir: Halldór Vikingur Guðbrandsson, Róbert Máni Newton, Svanur Eðvald Halldórsson, Sævar Eðvald Jónsson, Helgi Júlíusson, Hilmar Tryggvi Kristjánsson, Viktor Gautason, Friðrik Heiðar Vignisson, Guðmundur Snorrason.
16.02.2014 17:27
Ekki er nú mikill snjór á þessu fallega svæði með Reykjaneshyrnuna og Gjögur í bakgrunni.
- 1
- 2