Blog records: 2011 N/A Blog|Month_5
31.05.2011 20:43
Hundrað ára símastaur.
Grein > Engilbert Ingvarsson heldri/eldri borgari Strandabyggðar.
Það mun hafa verið fyrri hluta árs 2007 að ég var staddur í Fjarskiptasafni Símans í gömlu loftskeytastöðinni á Melunum í Reykjavík. Þegar forstöðumaður safnsins Jón Ármann Jakobsson vissi að ég var frá Hólmavík fór hann að spyrja um gamlan símastaur, sem hann vissi að hefði verið látinn standa eftir þegar símalínan var rifin niður. Bað hann mig að kanna þetta og símaði ég svo til hans að staurinn væri í góðu standi. Jón Ármann kvaðst hafa áhuga á að koma upp skilti við staurinn, ætlaði hann að huga að því að fjármagna kostnað og bað mig um samráð um að skrifa texta og annað sem að verkefninu lyti. Heyrðist svo ekkert meir um málið og ég hugsaði ekki mikið um þetta næstu misserin. En þegar ég fór ítrekað að kanna þetta mál kom í ljós að Fjarskiptasafnið var lokað en komið undir Þjóðminjasafnið og forstöðumaðurinn látinn.
Jón Ármann Jakobsson var fæddur 5. janúar 1935, d. 26. júní 2008. Hann var lærður loftskeytamaður og lauk tæknifræðiprófi í London, starfaði í Danmörku um tíma, en síðan hjá Pósti og síma og var hann m.a. skólastjóri Póst- og símamálaskólans.
Sæsímastrengur var lagður til Íslands, að Seyðisfirði, 1906 og síðan stauralína vestur eftir Norðurlandi og til Reykjavíkur. Árið 1908 til 1909 var lögð símalína frá Brú um Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði til Ísafjarðar. Símstöð var sett upp á Hólmavík fyrst að Kópnesbraut 3b, en árið 1935 í nýtt hús sem Hjálmar Halldórsson símstöðvarstjóri hafði byggt að Hafnarbraut 35. Póstur og sími flutti svo í nýbyggt hús sitt að Hafnarbraut 19 árið 1978. Símastaurinn sem enn stendur innst við Borgabraut er með 13 símakúlum, því margar línur lágu frá símstöðinni og dreifðust að Drangsnesi, Bjarnarfirði, um Árneshrepp, Staðardal, að Arngerðareyri og til Ísafjarðar.
Sögumiðlun ehf. hefur útbúið skilti um sögulegar minjar og viðburði, ásamt öðrum verkefnum og bað ég framkvæmdastjórann, Ólaf J. Engilbertsson, að huga að því að koma upp skilti við staurinn og sækja um styrk til verksins. Ekki hefur tekist að fjármagna verkefnið ennþá.
Sveitarfélagið hefur lagt veg með tilheyrandi jarðraski fast við símastaurinn, en hollvinir í nágrenni hafa staðið vörð um að ekki væri hróflað við þessu meira en hundrað ára gamla mannvirki. Hólmavík í maí 2011,
Engilbert S. Ingvarsson.
Hólmavík.
Written by J.H. Hólmavík.
31.05.2011 20:39
Fast þeir sækja sjóin og sækja hann enn Sigureyjarmenn á ST 22
Written by J.H. Hólmavík.
31.05.2011 20:30
Langar að fá að vita hvort sé einhver áform um það hjá Strandabyggð að fara byggja í Brandskjólunum?
Written by J.H. Hólmavík.
31.05.2011 20:24
Loksins er Kríjan komin á vegin heim að Smáhömrum, hálfum mánuði á eftir áætlun.
Written by J.H. Hólmavík.
30.05.2011 22:38
Er ekki svolítið snemmt hjá hreppurum Strandabyggðar að fara slá gras sem ekkert er, og það 30 maí
Written by J.H. Hólmavík.
29.05.2011 22:27
Fór í dag í hífandi roki til granna okkar í Reykhólasveitinni sem er ekkert vorlegri en Strandirnar
Written by J.H. Hólmavík.
28.05.2011 22:55
Bær 3 í dag Nú eru Baldur og frú að kveðja okkur Strandamenn í bili, förunni er heitið til Akureyrar
Written by J.H. Hólmavík.
28.05.2011 22:35
Á Drangenesi er flottur garður með alskonar listaverkum sem sjómnnskona góð gerir og er snillingur
Written by J.H. Hólmavík.
28.05.2011 22:33
Ígær kom slatti af nýgræðlingum til skóræktarmanna hér á Ströndum.
Written by J.H. Hólmavík.
27.05.2011 22:38
Fjaran sunnan Broddadalsár á Ströndum er fjölskrúðleg að sjá
Written by J.H. Hólmavík.
26.05.2011 05:44
Alltaf er nú mikið líf og fjör í Jónasi Ragnarsyni sjóhundi og gleðigjafa Strandamanna.
Written by J.H. Hólmavík.
25.05.2011 05:33
Þessar myndir eru teknar í kvöld af Snæfjallaströndinni og inn í Kaldalón og Drangajökull blasir við
Written by J.H. Hólmavík.
25.05.2011 05:28
Enn er nægur snjór til sleðaferða á Steingrímsfjarðarheiðinni.Orkubúsmenn hafa greinilega sleðast
Written by J.H. Hólmavík.
25.05.2011 05:17
Myndir teknar utanvert við Bakkagerði rétt fyrir hádegið.Bjarnanesið sést og bátur á innleið
Written by J.H. Hólmavík.
24.05.2011 05:13
Strandveiðimenn sóttu sæinn í dag, loksins komið ágætis veður þó að hitastigið sé ennþá lágt
Written by J.H. Hólmavík.
24.05.2011 05:00
Rölt um Kálfanesborgirnar síðla dags í dag, enn vantar vorið hvað þá sumarið,haustið verður hlítt
Written by J.H. Hólmavík.
24.05.2011 04:54
Þetta er fénaðurinn hjá Matta og frú í Húsavík á Ströndum í dag,munur hér er engin aska á ferðinni
Written by J.H. Hólmavík.
24.05.2011 04:52
Sævar Ben kallin eða þau hjón sitja aldrei auðum höndum, nú er verið að klæða Steinhúsið
Written by J.H. Hólmavík.
24.05.2011 04:42
Hjallurinn ásamt húsinu á Hamarsbæli á Selströnd í morgun.
Takið eftir þessum flottu köllum sem eru þarna, bara flottir.
Written by J.H. Hólmavík.
24.05.2011 04:36
Þetta er bíla og bátaviðgerðarverkstæði Danna, eða bara Stranda Danna í daglegu tali.
Written by J.H. Hólmavík.
23.05.2011 05:26
Bifreiðaskoðun Finns Ingólfssonar er mætt á svæðið til að taka fjármuni af bifreiðaeigendum
Written by J.H. Hólmavík.
23.05.2011 05:23
Ekki hefur verið gott veður til sjávarins hér á Ströndum, en þessi bátur var þó á veiðum í dag
Written by J.H. Hólmavík.
22.05.2011 03:56
Rölti í norðangarranum inn með sjó að Ósá og síðan út borgirnar.Gæs hefur orpið í Óshöfðann
Written by J.H. Hólmavík.
20.05.2011 06:32
Hamingjulagið fyrir Hamingjudagana 2011 var valið í kvöld, Ásdís Jónsdóttir vann, til lukku Snúlla
FLEIRI MYNDIR Á http://nonni.123.is
Written by J.H. Hólmavík.
20.05.2011 06:29
Svartfoss upp af Felli í Kollafirði er frekar kaldrannalegur að sjá þó að sé nánast komið sumar
Written by J.H. Hólmavík.