Blog records: 2011 N/A Blog|Month_8

31.08.2011 20:38

Vegagerð í Staðardal. Nú er allt að gerast, efnistaka í Byrgisholti, vegurinn fram á Stað styrktur







Hér á nýi  ess laga vegurinn/veglínan fram að Stað, furðuleg hönnun á vegi, Stjáni Hlykkur hvað


Hér er veglínan (sjá stikur) séð frá gömlu Staðarárbrúnni niður með gamla farveg Staðaráar þar sem hún á að fara þangað aftur þar að segja áin.

30.08.2011 20:01

Opnun tilboða 30. ágúst 2011.Strandavegur (643) - Brú á Staðará í Steingrímsfirði 30.8.2011





Opnun tilboða 30. ágúst 2011. Bygging brúar á Staðará í Steingrímsfirði. Brúin er steypt, 40 m löng, eftirspennt bitabrú í tveimur höfum. 9,0 m að breidd.

 Helstu magntölur eru:            

Grjótvörn

290

m3

Gröftur opin gryfja

1.200

m3

Fylling við steypt mannvirki

1.200

m3

Mótafletir

1.180

m2

Slakbent járnalögn

34,7

t

Eftirspennt járnalögn

3,8

t

Steypa

455

m3

Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júní 2012.

Bjóðandi

Tilboð kr.

Hlutfall

Frávik þús.kr.

Spennt ehf., Reykjavík

91.229.865

107,0

5.318

Hannes Jónsson ehf., Reykjavík

87.748.950

102,9

1.837

Geirnaglinn ehf., Ísafirði

87.150.119

102,2

1.239

Eykt ehf., Reykjavík

85.911.572

100,8

0

Áætlaður verktakakostnaður

85.248.960

100,0

-663


29.08.2011 22:26

Klikkuð aðgerð.Við Framnes í Bjarnarfirði er verið að ryðja ofaní skurði,endurheimta votlendi





Þetta verk er á vegum Vegagerðarinnar og nefnist endurheimta á votlendi í km. Grænir spekingar fundu upp á þessari vitleysu. Smá dæmi Þegar var gerður vegur um Arnkötludal þá fóru einhverjir margir km í votlendi undir veg þá verður þetta að koma á móti að ryðja ofaní skurði. Algjört bull.

27.08.2011 18:43

Dráttarvéladagur var á Sævangi í dag, fjölmargir sýndu listir sínar á gömlum MF traktor.












                                                     
                                               Fleiri myndir hér á http://nonni.123.is

25.08.2011 21:43

Stjórnvaldsaðgerðir hér í Strandabyggð eru að fara frá fólkinu. Skottamæting kl 10 til 12, 1 sept



Á vef Strandabyggðar kemur fram að refa og minkaveiðimenn eigi að koma með refa og minkaskott til Sorpsamlags Strandasýslu á Skeiðinu 1 september á milli kl 10.00 og 12.00. Þetta er stórskrítin tímasetning vitandi það að flestir veiðiskottamenn verða ef til vill ekki á staðnum á þessum framangreindum tíma. Nú skil ég ekki hver setur þessa tímasetningu og dagsetningu. Stjórnunarbatteríið hér í Strandabyggð á ekki breytast yfir í stórborgarabatterí, þannig að það verður ómögurlegt að komast í tæri við stjórnendur nema á Fésbókini eða utan kontors eða eins og þessi tilskipun á vef Strandabyggðar bersýnilega segir til um. Stjórnendur Strandabyggðar hafa kannski í hyggju eins og Kópavogsbúar að breyta Hólmavík í Hólmavíkurborg Íslands, hver veit.

23.08.2011 22:44

Veiðimaðurinn og tónlistarmaðurinn Siggi Grétars var að úrbeina gæsir (bringur) í Odda í dag.



                                              Nammi namm sagði garpurinn.

20.08.2011 17:48

Eitt fjallið enn,fór upp á Byrgisvíkurfjall í þoku en fínu veðri, fer þangað klárlega síðar án þoku









Þangað verð ég að fara aftur án þess að hafa þoku skömmina með í för, útsýni þarna er klárlega hrikalega flott um sveitir og fjöll Árneshrepps og víðar.

19.08.2011 22:00

Fallega skipið Grímsey ST 2 er svolítið götótt núna enda í yfirhalningu í slipp á Akureyri





                                         Neðri mynd Björn Hjálmarsson Bassi.

18.08.2011 20:50

Þá er vonandi Vegagerðarminnisvarðinn komin á sinn stall í Arnkötludalnum, fór þangað í dag



Í morgun í Vegagerðarportinu, tilbúnir að fara með gripin á sinn stall í Arnkötludalnum.

                               Frá opnun vegarins um Arnkötludal 14 október 2009.

                                   Frá opnun vegarins um Arnkötludal 14 október 2009.