03.04.2007 22:31
Var hasar á Hólmavík?
Seinni partinn í dag hringdi maður að sunnan í mig og spurði mig út í frétt sem hann sá á bb.is. Sunnanmaðurinn spurði mig hvort eg vissi hver þetta væri sem fréttin á bb.is fjallaði um. Eg sagði honum að eg vissi ekki eitt eða neitt um þetta mál, nema það að eg sá umræddan bíl á ferðinni um þetta leiti, og bíllinn hefði gefið talsverðan indijánareyk í umræddri ökuferð.
En svona gerast hlutirnir, maður veit ekki allt þó að eg hefði staðið á tröppunum við Pósthúsið þegar reykháfurinn fór framhjá. Fréttaritari vefsíðu Hólmavíkur kveikti ekki einu sinni á því hvort einhvað væri það sem má ekki gjöra, sem varðaði þessa reykmisturs Hafnarbrautarferð kappanns.
Heimild.bb.is
Lögreglu tókst með snarræði að hindra árekstur við fólksflutningabifreið.
Ökumaður ók um Hólmavík á númerslausri fólksflutningabifreið á föstudag og skeytti hann engu um stöðvunarmerki lögreglu. Hætta skapaðist þegar reynt var að hefta för mannsins en lögreglumanni tókst með snarræði að koma í veg fyrir árekstur við rútuna. Eftir að bifreiðin hafði verið stöðvuð lokaði ökumaðurinn sig inni í bifreiðinni og hótaði lögreglumanninum líkamsmeiðingum ef lögregla hyrfi ekki af vettvangi. Maðurinn komst síðan inn á heimili sitt skammt frá þeim stað þar sem hann stöðvaði rútuna. Grunur leikur á að maðurinn hafi ekki verið með ökuréttindi til aksturs bifreiðar af þessari stærð. Mál þetta er í rannsókn hjá lögreglunni á Vestfjörðum.