05.04.2007 23:52

Furðufréttir í útvarpi og sjónvarpi.

        
    

Umhverfisráðuneytið er að gera rannsóknir á minknum með það fyrir augum að útrýma honum á Snæfellsnesi og á Eyjafjarðarsvæðinu, fyrir litlar 160 milljónir. Reyndar var eg búin að heyra að þessi vitleysa stæði til hjá ráðuneytinu og Umhverfisstofnun þó í sér í lagi gæðingurinn á þeim bænum sem ræður þar, Áki nokkur veiðistjóri. En eg fer ekki nánar út í þá sálma. En eg tel þetta gæluverkefni á algjörum villigötum.Og heyrt hef eg að stórveiðimaðurinn á Bassastöðum Guðbrandur Sverrisson Bassi hafi verið í talsverðum bréfa og síma viðtölum við veiðistjórann, ásamt fleirum svo sem Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði.Og mér þætti gaman að fá að vita það hvað ráðuneytið og Umhverfisstofnum hefðu áætlað hvað myndi minkskvikindið kosta dautt.Svona lagað gera einungis fáfræðingar. Það voru einmitt þessi sömu fáfræðingar sem veiddu tugir minka og settu á þá sendir og slepptu þeim síðan og svo voru aðrir sem skutu þá og sendi svo hræin af þeim til fáfræðinganna til rannsóknar. Hvað fór þá minkurinn langt á tímabilinu?

Nánar þessu tengt hér mbl.is og skessuhorn.is