15.04.2007 15:17
Frjálslyndur þingmaður fór á toppinn í gær.
Það óhapp varð við Margretarvatnið uppá Steingrímsfjarðarheiðinni um sex leitið í gær að Kristinn H.Gunnarssonn alþingismaður Frjálslynda flokksins velti bíl sínum í krapasleipu. Það hafði skafið smáræði af snjó vestan megin í beygjunni við Margretarvatnið og þegar frjálslyndi þingmaðurinn kom í beygjunna fór bíllinn að fljóta þó öðru megin sem kostaða það að hann snarsnérist og nær endastakkst og þar með fór bíllinn á toppinn. En sem betur fór slapp frambjóðandinn vel frá þessu óhappi. En hvort að þetta sé einhver vísbending á því hvað koma skal hjá frjálslyndum, að komast á toppinn, en allavega ekki svona á toppinn. Á annars konar topp stefna þeir að á pólítískum vettvangi.
Nánar Hér.
Nánar Hér.