21.04.2007 23:22

Allt klappað og klárt.

Í gær var skrifað undir samning annarsvegar við Ingileif Jónsson verktaka sem tekur að sér að gera veg um Arnkötludal og Gautsdal og hinsvegar við þá undirverktaka sem hann hefur samið við sem eru Fossvélar á Selfossi, Suðurverk og Borgarverk sem munu aðstoða Ingileif við vegagerð um þessa fallegu fyrrnefndu dali.


Eg sem áhugamaður um þessa framkvæmd til margra ára er mjög sáttur hvernig staðið er að þessum útboðsmálum. Ingileifur Jónsson verktaki er engin nýgræðingur í þessum verktakabransa. Hann hefur verið verktaki til margra ára og faðir hans var verktaki alllengi. Og ekki má gleyma bróðir hans Gísla Gunnars Jónssonar torfærukappa (kókurmjólk) sem hefur verið og er enn albesti torfærukappi Íslands til margra ára, og er enn. Og eg veit það að Ingileifur Jónsson verktaki ætlar sér að vera búin að gera veginn um Arnkötludal og Gautsdal fyrir 1 september 2008 þá fær verktakinn 20 millur aukabónus ef? honum tekst það. Til hamingju vestfirðingar og ekki síst þakka eg þingmönnum norðvesturskjördæmis þeim Sturlu Böðvarssyni, Einari Kr.Guðfinnssyni og Einari Oddi Kristjánssyni sem hafa staðið sem óhaggaður klettur með þessa ákvörðun. Þökk sé þeim.