24.04.2007 21:45

Kálfanesbændur byggja sér slot á hólnum.

Nú eru smiðir á vegum væntanlegra óðalsbænda sem eiga Kálfanesið að reisa sér hús á hólnum, rétt austan megin við gömlu fjárhúsin sem Jóhann Níelsson (jói níll) hafði sitt fé í á síðustu öld. Það eru myndarhjónin Atli Atlason fyrrum innkaupastjóri hjá Ksh og Ragnheiður Guðmundsdóttir sem standa í þessum stórræðum. Og ef eg hef tekið rétt eftir í vetur þegar eg hitti Atla þá skilst mér að þau hjón ætli sér að flytja einhvertíman á næstunni til Strandasvæðisins og auðvitað verður Kálfanesbóndinn með kindur, geitur og örugglega hreindýr í samvinnu við aðra landeigendur og Skotvís. En síðasta línan var auðvitað hugdetta síðustjórans. En flott hjá þeim hjónum.