25.04.2007 19:26
Höndlaðu hamingjuna á hamingjudögum á Hólmavík.
Í gær var gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra Hamingjudaga Bjarna Ómars Haraldssonar sem á að sjá um alla framkvæmd sem tengjast á einn eða annan hátt hamingjudögunum sem verða haldnir í þriðja sinn,síðustu helgina í júní næstkomandi,meira um það síðar. En þann 19 maí næstkomandi verður haldin lagakeppni sem er í tengslum við Hamingjudaganna. Og vænts er eftir góðri lagaþáttöku eins og var í fyrra. Og nú er ekkert annað að gera en að bretta upp ermarnar og semja Hamingjulag, nóg er til af góðum laga og texta höfundum sem ættu að senda svo sem nokkra lagaskammta í þessa skemmtilegu lagakeppni. Nánar um það hér á Hamingjuvefnum.