26.04.2007 23:18

Vegagerðin í vorverkunum.

Í gær og í dag hefur veghefill frá Vegagerðinni verið að hefla veginn um Selströnd og Bjarnarfjörð sem var ekki vanþörf á. Vegirnir hér á Ströndum hafa verið vægast sagt allsvakalegir af stærðarins holum og drulluslepju sem gerir það að verkum að farartækin hristast í sundur og verða ónýt miklu fyrr en ef vegirnir hafa verið byggðir upp og sett á þá bundið slitlag. En nú er sumarið sennilega næstum því komið eða hvað. Í dag var nánast logn og hiti vel yfir 12 gráðurnar og góð veðurspá næstu dagana.


      Heflað við Bæina einn tvo og þrjá.
     
      Heflað rétt sunnanmegin við Urriðaána.
     
      Dóri Jóns alltaf flottur.