12.05.2007 17:05
Skundað á kjörstað. Sameiginlegur framboðsfundur, gleymdist hann?
Kjörstjórn Strandabyggðar. Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, Þorbjörg Stefánsdóttir og Bryndís Sigurðardóttir.
Skundað á kjörstað, Steinunn Þorsteinsdóttir og Reynir Björnsson Gröf.
Fólk hér á Hólmavík hefur verið að tínast á kjörstað í norðaustan gluggaveðri og með sólar glennu af og til ásamt nokkrum rigningardropum og bölvuðum kuldaskætingi.
En eg sakna sárlega og lýsi eftir þeim sameiginlegu framboðsfundi allra framboðanna sem hefur oftast nær verið nokkrum dögum fyrir kosningar. En í þetta sinn er engin sameiginlegur framboðsfundur í Norðvesturkjördæmi. Mér sem almennum kjósanda finnst svona framkoma við okkur sem búum á svonefndu krummaskuði eins og sumt malbiksfólkið segir, mikil skömm og vanvirðing við okkur Hólmvíkinga og nærsveitunga. Við erum líka
fólk, ekki bara fólk sem hægt er að gera hvað sem er við. Í það minnsta er þetta að mínum dómi dónaskapur af hálfu þeirra framboðsflokka sem eru og eða voru í framboði fyrir NVK 2007, að halda ekki þennan sameigilega framboðsfund eins og áður er getið um. Skömm.