13.05.2007 22:45
Úrslit kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Bændaflokkurinn nánast horfinn.
Hvað skal segja um þessar kosningar í Nvk. Í fljótu bragði virðist manni að xd og xf hafa ekki tapað nánast neinu. Flestir reiknuðu með því að frjálslyndir mundu nánast hverfa af yfirborði jarðar, eftir alla þá umræðu um innflytjendur og brotthvarf Margretar Sverrisd úr flokknum, sem var henni að falli. Fáir reiknuðu með því að fyrrum kommi-frammari og nú frjálslyndur, sleggjan frá Bolungarvík Kristinn H.Gunnarsson mundi komast á blað hvað þá á toppinn sem hann reyndar toppaði of snemma uppá Steingrímsfjarðarheiðinni fyrir skömmu síðan. Sjálfstæðismenn héldu sínum þremur. Gamli bændaflokkurinn xb er í mikilli niðursveiflu eins og rjúpan, far vel frans, en ekki rjúpan. Kommarnir xv með Asparvíkurkallinn á bölunum náðu einungis honum sjálfum um borð, sem eg skil vel, enda vilja þeir ekki eitt eða neitt gera fyrir okkur hér á útjaðri kjálkans. Samfylkingin hefur aldrei hugnast mér þó að klerkur hafi náð þar öðru sæti. En einhvern vegin finnst mér það að sá sem hefur sigrað kosningarnar í Nvk séu fyrrum kafteinninn og meðreiðarsveinn hans sleggjan, eða hvað finnst ykkur.