15.05.2007 22:40

Ennþá nægur snjósleðasnjór uppá Steingrímsfjarðarheiði.

Nú rétt áðan skrapp eg uppá Steingrímsfjarðarheiði í glampandi kvöldsól en nokkuð köldum norðaustan vindum. Eg sá ekki betur en það væri nægur snjór til snjósleðaferða á heiðinni þó að væri komin 15 maí. Eins og þið sjáið tók eg nokkrar myndir uppá heiðinni þar á meðal við Margretarvatnið sem er vel á kafi í snjó og við sæluhúsið og þar skammt frá,og líka í Norðdal sem er skartar myndarlegum snjóhengjum sem hafa komið síðustu daga. Og í lokin er sólarmynd af berginu norðamegin, tekin frá tjörninni.
















Kvöldsól við Hrófberg um kl 21.00 15 maí 2007.