19.05.2007 18:12

Sórvirkar vinnuvélar seldar til Pakistans.

Vilsan Múga fylltur af járnarusli héðan og þaðan af landinu.  Í dag hefur Ágúst Guðjónsson verktaki hér í bæ verið ásamt fleirum að koma gömlum krana uppá treilerbíl Daniels Ingimundarssonar (Danna) torfærukappa. Og þessi gamli krani ásamt öðrum eldgömlum krana og einhverjum fleirum forntækjum sem Ágúst hefur keypt um gegnum tíðina fara öll til Pakistans. Gott hjá Gústa að losna við þetta af staðnum og fá gott verð fyrir þetta járnabrak.Og ekki er öll sagan sögð,því nú á næstu dögum fer Daniel torfærukappi vestur til Garðsstaðarbóndans Bjössa skrúfu sem er með allt bílasafnið,og sækir þangað sömuleiðis einhvað magn af forntækjum svo sem krana og einhvað magn af ónýtum bílum. Og allt þetta véladót sem Íslendingarnir eru hættir að nota fer um borð í Vilson Múga sem strandaði skamt frá Sandgerði í vetur sem leið,og kaupandin sem er frá Pakistan fyllir dallin af þessu járnarusli og flytur það til Pakistans,þar sem þar er það metið nánast eins og gull í þeirra augum.