22.05.2007 22:44
Fundað var um olíuhreinsistöð á Ísafirði í dag.
Fjórðungssamband Vestfirðinga og Íslends Hátækniiðnaðar héldu fund á Ísafirði í dag,ásamt fulltrúum sveitarfélaga sem eru á Vestfjörðum. Á síðasta fundi Umhverfisnefndar Strandabyggðar sem var haldin 14 maí síðastliðin kom beiðni frá sveitarstjóra Strandabyggðar um að álykta um Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum sem fulltrúi Strandabyggðar myndi svo fara með á þennan fund sem haldin var í dag á Ísafirði. Og skemmst er frá því að sega, að 4 af 5 nefndarmönnum Umhverfisnefndarinnar var á móti að fá olíuhreinsistöð til Vestfjarða, þótt að það sé vitað að um 500 störf sé um að ræða, sem mundu koma til Vestfjara.
Eg var að lesa grein eftir Sýslumanninn á Patreksfirði, Þórólf Halldórsson þar sem hann fagnar ef? svona starfsemi mundi koma til Vestfjarða. Það er engan vegin hægt að vera á móti svona starfsemi vegna þess að það vantar allar upplýsingar um hvað málið snýst um, bæði til lands og sjávar. Og það sem er að gerast á Flateyri er ekki neitt glæsilegt,120 manns eru um það bil að missa vinnuna,og sömuleiðis er ástandið í Bolungarvík og víðar á Vestfjörðum mjög slæmt. Og í ljósi þess hve staðan er hrikalega slæm í atvinnumálum Vestfirðinga þá eigum við Vestfirðingar að taka hverju atvinnutækifæri fagnandi hverju nafni sem atvinnutækifærið nefnist og standa saman sem ein heild um að bygga upp Vestfirði á skynsamlegan hátt án þess að það bitni sjáanlega mikið á vestfirskri náttúru. Það lifa ekki allir á ferðaþjónustu, það vantar sumar-vegar-slóða hér og þar og nær allstaðar til að blása lífi í þá grein, svo sem vegarslóða frá Öldugilsheiði til Drangajökuls og svo framvegis. Hér er greinin eftir Sýslumanninn á Patreksfirði um þessa Olíuhreinsustöð. Kinnum okkur málin áður en svarið verður kanski nei.