25.05.2007 21:41
Útilegukindur Broddadalsáarbóndans komu heim með lömb.
Í vetur voru fimm kindur sem héldu til í Ennishöfðanum sem er á milli bæjana Skriðnesennis og Broddadalsáar. Eigandi kindanna Torfi Halldórsson á Broddadalsá gaf kindunum af og til heytuggu sem hann henti fram af höfðanum til kindanna sem voru á hjalla og nær ófært flestöllum tvífætlingum. En ein af þessum kindum hrapaði af hjallanum seinni parts vetrar og þá áttu kindurnar að vera einungis fjórar eftir. En ein af þessum kindum sem voru á hjallanum var hrútur sem Torfi vissi ekki um, taldi að um ær væru um að ræða. En 9 maí síðast liðin fór Broddadalsáarbóndin að kíkja með sjónauka út að höfðanum, viti menn hann sá þá fjórar kindur koma á röltinu með fimm lömb sér við hlið. Þannig að tvær þeirra voru tvílemdar og ein einlemd plús dorrapabbinn sem var auðvitað rígmontin af sínum afkvæmum. Og það má reikna með því að lömbin sem urðu til og fæddust í Ennishöfðanum verði verðmeiri að hausti en önnur lömb,vegna þeirrar hreysti að geta lifað það í þeim veðrum sem hafa dunið yfir þessi litlu grey. Kannski er það Ennismóra að þakka, hver veit.