30.05.2007 21:11
Sjómannalagakeppni rásar 2.
Í gær var farið að spila þau lög sem voru valin til flutnings vegna Sjómannalagakeppni rásar 2,og er þetta að mig minnir í fjórða skiptið sem þessi lagakeppni rásarinnar er haldin. Eg sendi eitt stikki sjómannalag sem var ekki valið í þetta skiptið. En auðvitað er smekkur manna misjafn. En eg hef heyrt þessi sex lög sem voru valin sem fólk getur bæði heyrt í þeim þáttum sem eru á rás 2 og líka hlustað á þau á rúv vefnum,hvað skal segja um lögin er bara ?. En það eru þarna tveir lanskunnir tónlistarmenn sem þekkjast vel á röddinni munu örugglega bítast um fyrsta til annað sætið en þó tel ég að gamlaröddin mun bera sigur af hólmi.
Eg setti mitt sjómannalag sem eg sendi í þessa keppni inná myndbönd á nonnanum í lélegum hljómgæðum,en það má vel heya hvernig lagið er þó að gæðin upptakan séu frekar léleg. En í mínum huga átti þetta lag fullan rétt á því að vera í þessari Sjómannalagakeppni rásar 2,tvö til þrjú þeirra laga sem vou valin til flutnings er frekar í þélegri kantinum.