31.05.2007 22:49
Verður gerð ný brú við ósa Staðaráar ?
Í dag hafa mælingamenn á vegum vegagerðarinnar verið að mæla fyrir nýjum vegi þar sem Staðaráin rennur um Hrófbergseyrarnar (við ósin). Ég hef heimildir fyrir því að vegagerðin sé að kanna það hvort að það sé ekki mögulegt að brúa Staðarána rétt þar sem áin og sjórin mætast,sum sé skamt frá svo nefndum Svörtubökkum og yfir ósin neðan hólmana og þaðan sem leið liggur skamt fyrir neðan Stakkanes,rétt fyrir ofan fjöruborðið og útfyrir Grænanes. Þessi hugmynd vegagerðarinnar er meira en bara hugmynd. Staðarárbrúinn er víst að verða ónýt var mér tjáð í dag,og miklir fjármunir mundi fara til brúarinnar ef hún yrði endurbyggð og gerð eins og ný. Að fara með vegin yfir ósin og þaðan nánast í fjöruborðinu útfyrir Grænanes er sennilega besti kosturinn,staðin fyrir að laga þann veg sem nú er og eða færa hann svolítið neðar fyrir framan Stakkanes eins og hælarnir sína og líka að færa hann nokkrum metrum neðan við Steinabrekkuna. Á Selströndinni er vegurinn á löngum kafla í fjörunni sem var talið galið af mörgum á sýnum tíma,og þessi vegur kemur að mestu vel út hvað varðar snjó. Og ég sem heimamaður og er alin upp steinsnar frá ósnum segi að lokum þetta. Þegar snjóaði á síðustu öldinni og fjörðurinn var ísilagður og vetrarhörkur miklar,og flestir vegir ófærir,þá var oft farið á bílum á lögðum ís yfir ósin og brunað fyrir neðan Stakkanes á ísnum og útfyrir Grænanes og þaðan uppá vegin við Selároddanna. Þannig var nú það. Ég mæli með þessari fyrnemdri leið sem ætti að vera þæilegri á allan hátt. Og samkvæmt heimildum vefstjórans er stemt að taka ákvörðun um hvaða leið á að fara innan nokkra vikna. Brúin getur víst hrunið hvenær sem er.