01.06.2007 20:56

Fjórða húsið kom til Grænanesar í nótt.

Eins og vefstjóri á Strandaspjallinu sagði 26 október 2006 þess efnis með fyrirsögninni feðgar fjárfesta sem er orð að sönnu og kom í ljós um fimm leitið í nótt sem leið. Þannig að til Grænanesar kom nánast nýtt sumarhús með öllu saman. Og síðla veturs fór eigandi sumarhússins að undirbúa komu hússins með veg frá þjóðvegi og til þess staðar sem svo húsið er komið á. En vefstjóri Hólmavíkurvefsins bíður spenntur með framvindu mála, hvað verður gert meira en að planta húsinu niður. Það hlýtur að vera margt eftir að gera? og að mörgu að huga að þegar menn fjárfesta í svona sloti. Nú til dags má ég ekki einu sinni setja niður hríslu í mínum garði nema að uppfylla öll skilyrði yfirvalda. Kaupandin að þessu húsi hlýtur að hafa gert það, enda ýmsu vanur.