12.06.2007 22:34
Ásbjörn Magnússon og frú, ferðaþjónar á Drangnesi.
Ómar Pálsson, Ásbjörn Magnússon og Sigurgeir Guðmundsson.
Hann Ásbjörn Magnússon (Bjössi frá Ósi) og frú hafa verið undanfarið að byggja gistihús með fjórum tvegga manna herbergjum, stórri stofu, eldhúsi og tveim baðherbergjum með sturtum. Þetta snotra gistihús þeirra hjóna er skammt frá svonefndri kerlingu. Og svo eru þau hjón að byggja á efri hæðinni í verbúðinni sem er steinsnar frá gistiheimilinu, kaffiteríu með eldhúsi og stórum svölum svo að fólk geti notið þeirrar sjónar sem náttúran býr yfir á þessum stað. Hann Ásbjörn er alltaf hress og kátur og hefur ekkert breyst frá því sem eg man eftir honum þegar hann bjó á Innra Ósi. Eg spurði hann Bjössa að því hvað þessi ósköp kostaði þau í beinhörðum peningum, svarið frá kalli mínum kom um hæl, þrjú tonn af kvóta. En ferða vertíðin er að byrja hjá þeim og það verður engin svikin af því að koma til þeirra hressu og dugnaðarhjóna Ásbjörns Magnússonar og Valgerðar Magnúsdóttur.