14.06.2007 22:57

Skólabrekkunni lokað í tilraunaskyni.



Í dag var Skólabrekkunni sem er á milli Vitabrautar og Hafnarbrautar lokað í tilraunaskyni. Tilefni lokuninnar er sú að hraði á bílum er alltof mikill við gatnamót Vitabrautar og Skólabrekku. Þetta eru í raun hættuleg gatnamót, og ekki síst vegna skólans sem er nokkra metra frá gatnamótunum. Tilraun er alltaf tilraun, þá er bara að sjá hvort einhver aki á þá hindrun sem er til varnar sem eru blómapottar?. En það eru fleiri staðir sem þarf að hægja á umferð, til dæmis í öllum Túnunum, þar eru líka börn á öllum aldri og á fleiri stöðum. Ökum hægar, það er málið.