19.06.2007 21:47

Góðviðri á Ströndum.





  




   




 


Veðurfarið í dag og í gær og raunar flestalla daga sem af er af júní er búið að vera gott veður, þó sérstaklega í dag og í gær. En þokuskömmin er stundum skammt undan en þó sérstaklega hefur þokan verið yfir sjónum en náð stundum til landsins. Þegar þetta er ritað og sett inn á þennan vef er hitastigið hér á Hólmavík um 15 gráður og ágætis spá framundan. Mér er sagt það að þeir sem eru í Menningarmálanefndinni séu búnir að panta svipað veður og er núna, fyrirHamingjudagana sem eru eftir rúma viku. Og undirbúningur vegna Hamingjudaganna eru í fullum gangi og á fimmtudagin kemur verður almennur borgarafundur vegna Hamingjudaganna.