26.06.2007 21:25
Það sem bar einna helst fyrir augu í dag.
Eins og fyrri dagin leikur veðrið við okkur Strandamenn,glampandi sól og heiður himin og hiti góður. Í morgun var verið að landa úr skipi sem sildi síðan beinustu leið út fjörðin. Brot af bílaflota Danna athafnamanns varð á vegi mínum. Og í dag var Valur Þórðarsson verktaki að byrja að gera vegarslóða að væntanlegu sloti Heilsuhúsajöfursins Örns Svavarssonar sem fjárfesti í jörðinni Hrófá fyrir nokkru síðan. Og Örn ætlar svo að reisa sér mikla og stóra heilsárshöll ásamt mörgu öðru. Og líka í dag vóru Stórafjarðar horns bændur að byrja slátt enda er brakandi blíða núna á Ströndum og í öllum veðurkortum næstu daga.