10.07.2007 22:38
Byggingar og höfnin.
Það er allt að ske á Strandasvæðinu. Ólafur Ingimundarsson á Svanshóli er í óð og önn að gera fjárhúsin klár undir smíðaverkstæði. Og svo er í kortunum hjá Ólafi að byggja eitt stykki sumarhús rétt fyrir neðan reykkofann á Svanshóli. Það er fyrrum kennari í Klúkuskóla sem fær lóð undir húsið sem á að fara að byggja. Og inní Kollafirði er byrjað að byggja íbúðarhús á bænum Litla Fjarðarhorni, fyrir utan önnur sumarhús sem eru um það bil að fara í byggingu.
Og hér á Hólmavík er verið að gera mikla bragabót á smábátahöfninni. Og það bætist við ný flotbryggja, þannig að þær verða tvær. Og í dag átti að fara með fjóra toghlera á bátnum Grímsey ST 2 en það varð að hætta við það vegna þess að Grímsey ST 2 rak botninn niður í sandinn ásamt öðrum vandamálum sem eg kann ekki að nefna.
Og í dag voru presthjónin (prestakallið) að blessa yfir land og lýð á þaki á næsta húsi.
Svanshóll.
Ólafur Ingimundarsson fær teikningarnar af sumarhúsinu, með póstinum.
Smíðaverkstæðið á Svanshóli.
Grímsey ST 2
Dóri hvað.
Á leið með hlerann að flotbryggjunni.
Prestakallið að störfum.
Vel unnið.
Litla Fjarðarhorn.