11.07.2007 21:33
Framkvæmdir í Gautsdal.
Seinnipartin í dag lagði eg leið mína uppá Tröllatunguheiði og meiningin var að rölta frá Langavatninu og yfir í efsta hluta á Gautsdal til að sjá hvað verktakinn sem er með vegalagninguna í Gautsdal og Arnkötludal væri komin langt. Og eg stefndi á að giska fjóra kílómetra fyrir neðan Þröskulda, efsta hluta Gautsdalar. En eg þurfti að labba talsverðan spotta niður dalinn til að sjá vinnuvélar verktakans sem er komin á að giska 7 kílómetra frá núllpunkti sem er að öllum líkindum þjóðvegur nr 60.
En enn og aftur er eg rasandi yfir vitleysunni í hönnuði á þessum vegi og öðrum vegum sem Kristján Kristjánsson verkfræðingu hjá Vegagerðinni (Stjáni hlykkur) er að gera og margfalda kostnað vegarinns. Til dæmis sá eg eins og myndirnar sýna glögglega að vegurinn rétt fyrir ofan fossinn í Gautsdal fer hlykkurinn með veginn yfir ána á þremur stöðum. Eg bara spyr er maðurinn alveg klikkaður meira en hlykkjaður, einhver væri búin að reka svona hlykkjóttan hönnuð og það á vegi sem á að vera framtíðar vegur okkar Vestfirðinga. Hver óþarfa hlykkur skapar mikla hættu ef hálka myndast á veginum ásamt hvössum vindi. En það skal tekið fram að verktakinn er að gera akfæran slóða uppað Þröskuldum, eimmitt þar er aðal efnistakan (náma) í þennan blessaða veg.
En að öðru leiti virðist verktakinn vera eitthvað á eftir áætlun. Hann á eftir að gera akfæran slóða uppað Þröskuldum sem er á að giska 5 til 6 kílómetrar frá þeim stað sem slóðin endar skammt frá Gautsdalsánni, sem eimmitt þar á vegurinn að fara yfir ána í þriðja sinn frá fossinum. Myndirnar tala sínu máli,svolítið óskírar.
Sjáið þetta vegurinn yfir ána í annað sinn.
Þessi mynd er tekin vestan megin í dalnum,og myndatökumaðurinn er komin yfir ána.
Hérna sveigjir vegurinn frá vinstri til hægri og fer yfir ána á óskiljanlegan hátt.
Hérna fer vegurinn yfir ána í þriðja sinn frá fossinum.
Hér endar mælingin vestan megin við ána.
Efsti hluti Þröskulda þar sem vegurinnn mun fara um, er til hægri.