12.07.2007 22:35
Vegir í Bjarnarfirði eru vart færir ökutækjum.
Eg sem póstur sem fer álíka langa leið á degi hverjum og ef eg færi til Reykjavíkur sem er vel á þriðja hundrað kílómetrar, tel eg mig vita hvernig vegirnir eru frá degi til dags og svo framvegis. Vegurinn frá Drangsnesi og til Bjarnarfjarðar er frekar í lélegri kantinum og hefur verið það ansi lengi. En nú síðustu daga hefur vegurinn frá Kaldrannanesi og fram að Urrriðaánni verið nánast ókeyrandi vegna þvottabretta. Það ætlar allt að hristast í sundur bæði í bíl og inní bílnum. Sumir hafa hrist svo míkið í bílum sínum að gleraugu sem ökumaður og farþegar höfðu á nefinu skutust af þeim stað sem þau áttu að vera á. Þannig að Vegagerðin verður að gera meira en að hefla og bleyta veginn. Það vantar allt bindiefni í þennan veg sem er ekkert, og sömu sögu er að segja frá veginum frá Klúku og út að Ásmundarnesi. Sum sé þetta eru skilaboð frá póstinum til Vegagerðarinnar, gerið meira en að míga á handónýta vegi. Bindiefni frá malaranum sem er að mala efni við Vík á Selströnd er kjörið í þennan handónýta þvottabrettaveg. Sum sé þetta er mjög góður fóstureyðingarvegur.
Þvottabretti af verstu gerð.
Urð og grjót.