14.07.2007 21:06

Íþróttamót ? Gautsdalakokkur og húsbílar.



     


Í dag var haldið héraðsmót Strandamanna á Sævangi í ágætis veðri en nokkrum strekkingi. Nú audanfarin ár hafa almenn íþróttamót minnkað. Færri keppendur og sárafáir áhorfendur hafa mætt á svona mót. Í gamla daga? komu það margir bílar til Sævangs að það var að skilja þá utan girðingar, en núna voru bílarnir kannski 30% af því sem það var 1980.


                                       Ása María Hauksdóttir gæðakokkur.



 Eftir hádegið í dag skrapp eg til kokksins sem er með allmarga kalla að kokka ofaní þá sem er að gera vegin í Gautsdal. Kokkurinn er strandakona í húð og hár og er frá Drangsnesi og heitir Ása María Hauksdóttir sem er nýflutt til Búðardals. Eg fékk kaffi og bakkelsi hjá Ásu eins og endranær, enda er hún mikill matgæðingur og fyrirtaks kokkur á alla kanta. En eg kíkti upp uppí Gautsdal eða öllu heldur uppað fossinum. Og þessi mynd sem eg tók í dag af veginum sem er rétt fyrir ofan fossinn, þar fer vegurinn yfir ána til vinstri og svo er hægt að bera saman þessa mynd og þær myndir sem eru hér örlítið neðar á síðunni,sumsé 3 yfir Gautalsána að óþörfu.



Á tjaldsvæðinnu hér á Hólmavík er hellingur af flottum húsbílum. Sjaldan hefur verið jafn mikið af húsbílum á tjaldsvæðinu, enda er og hefur verið rjóma blíða vel á annan mánuð á Strandasvæðinu.