17.07.2007 23:39
Skrítið samspil sólar og skýja.
Seint í gærkveldi rak eg augun í furðu skrítið fyrirbrigði norðanvert við sólu. Þetta fallega og skrítna ljósendurkast myndast að eg held frá ískristöllum vegna mikils hitamunar í lofthjúpinum. Ef einhver hefur séð þetta væri gaman að sá myndi upplýsa netverja hvernig hann hefði séð þetta fallega samspil náttúruunnar og alheimsins alls.