24.07.2007 20:53

Fyrsta skóflustungan tekin.



 

 
Í dag var fyrsta skóflustungan tekin fyrir parhúsi sem mun standa við Miðtún vestan við Ksh. Það er stefnt að því að reisa parhúsið sem mun koma í einingum frá Eistlandi seint í september. Og ef til vill verður annað samskonar parhús reist við Miðtún nú í haust. Það er talsverð eftirspurn eftir íbúðum/húsum hér á Hólmavík og að öllum líkindum verður svo byggt einbýlishús við Lækjartún einhvertíman á næstunni. Þannig þó að þrengi hjá þeim sem gera út báta vegna skerðingar Sjávarútvegsráðherrans á þorski, hafa smiðir gröfu og steypu verktakar haft næg verkefni og er mikið framundan hjá þeim.



Reyndar. Þórður Sverrisson gröfusérfræðingur Strandabyggðar og Ksh.