28.07.2007 23:14
Fyrrum vinnumaður bankar á dyr.
Klemmi.
Á laugardaginn var, var bankað á dyr hjá mér um kl eitt, um það leiti sem eg var að legga af stað útá Drangsnes á Bryggjuhátíð. Og sá sem bankaði sagði er einhver heima og eg sagði komdu inn, en eg hélt að það væri einhver að spyrja eftir Valdimar mínum, en svo var ekki. Og upp stigann kom maður og sagði, komdu sæll og blessaður og við höfðum ekki sést í 23 ár. Og gestur minn sem var komin alla leið frá Danmörk en er frá Færeyjum heitir Klemes Andreasen Hansson (Klemmi). Þessi ágæti maður Klemmi vann hjá okkur sem rákum og áttum borvagnin Tamrock á árunum 1983 til 1985, og okkar fyrsta verk var að bora og sprengja fyrir veginum upp Norðdalinn (Steingrímsfjarðarheiðina). Og meðal verkefna sem þessi borvagn var í, var eins og áður sagði Steingrímsheiðarvegurinn og hálsgöturnar á milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar og Selstrandarvegurinn og ýmis önnur verkefni sem til féllu. En aftur að Klemma Færeyska sprengjumanns sem vann með okkur á þessum borvagn. Hann Klemmi var búin að vera á Íslandi um nokkra ára skeið við borvinnu á álíka borvögnum og þessum sem er núna á ruslahaugum Strandabyggðar. En Klemmi var á þessum árum þekkt nafn sem bor og sprengjumaður hjá Vegagerðinni og Vegagerðin mælti með honum þegar sú staða kom upp að okkur vantaði vanan sprengju og bormann. En í júnímánuði 1983 þegar borin var keyptur hringdi eg til Færeyja í hann Klemma og spurði hann hvort hann væri til í að koma og gerast sprengu og bormaður hjá okkur og svarið var já um leið. Og eg ætla ekki að fara að tjá þau samskipti sem fór á milli okkar sem stóðum að þessum borvagni né honum Klemma. En þessi tími er liðin og var á margan hátt góður þó að sumir hafi farið yfir strikið hvað græðgi snertir, en það er allt önnur ella. En alla vega var gaman að hitta hann Klemma sem nú rekur byggingarfyrirtæki í Danmörku og er með 27 manns í vinnu. Og hann Klemmi fylgist mjög vel með öllum sem hann vann með hér á árum áður og alveg fram á þennan dag.
Klaksvík.