31.07.2007 09:06
Hver á að hreinsa upp olíuna eftir andstæðinga olíuhreinsistöðvar?
Konráð Eggertsson, hrefnuveiðimaður á Ísafirði, segir að sínu mati megi þeir sem segjast frekar vilja svelta en að fá olíuhreinsistöð á Vestfirði bara svelta. Konráð segist taka undir með Flosa Jakobssyni, útgerðarmanni í Bolungarvík, í grein sem birtist á vefnum sl. mánudag þar sem hann segir tal þeirra bæjarfulltrúa sem mæla á móti olíuhreinsistöð vera ábyrgðarlaust. ?Ég vil segja við þá sem eru á móti olíuhreinsistöð að þeir hljóta að vera öruggir með vinnuna sína og hugsa ekki til hinna. Ég vil spyrja þá sem eru á móti fyrirhugaðri stöð hvort þeir ætli að hætta að nota bíla og flugvélar eða ekki. Hver á þá að hreinsa olíuna eftir þá og hvar á að skilja eftir mengunina. Ég vil koma þeim skilaboðum til Ómars Ragnarssonar og Hermanns Gunnarssonar að láta okkur á Vestfjörðum í friði, ef þeir vilja stoppa það að við fáum atvinnu til okkar skuli þeir flytja til okkar fyrst?, segir Konráð.
Konráð vill einnig minnast á þáttinn ?Í vikulokin? sem sendur var út hjá Svæðisútvarpinu á Ísafirði á dögunum þar sem Anna Guðrún Edvardsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Bolungarvík, Gylfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Vesturferða á Ísafirði og Þórhallur Arason, nýsköpunar- og þróunarstjóri Vísis á Þingeyri spjölluðum meðal annars um það hitamál sem olíuhreinsistöðin er. ?Anna og Gylfi komu mjög málefnalega fyrir en ég vil spyrja Þórhall sem sagðist hafa mjög gaman af því að keyra út um allt land hver eigi að hreinsa upp skítinn sem af því hlýst. Hann sagði í þættinum að hann væri ekki öfgamaður eða afturhaldsseggur en ég segi að hann sé bæði. Að mínu mati mega þeir sem lýsa því yfir að þeir vilji frekar svelta en að fá olíuhreinsistöð skuli bara gera það. Heimild bb.is 31/ 07 07.
Konni alltaf góður.
Konráð vill einnig minnast á þáttinn ?Í vikulokin? sem sendur var út hjá Svæðisútvarpinu á Ísafirði á dögunum þar sem Anna Guðrún Edvardsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Bolungarvík, Gylfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Vesturferða á Ísafirði og Þórhallur Arason, nýsköpunar- og þróunarstjóri Vísis á Þingeyri spjölluðum meðal annars um það hitamál sem olíuhreinsistöðin er. ?Anna og Gylfi komu mjög málefnalega fyrir en ég vil spyrja Þórhall sem sagðist hafa mjög gaman af því að keyra út um allt land hver eigi að hreinsa upp skítinn sem af því hlýst. Hann sagði í þættinum að hann væri ekki öfgamaður eða afturhaldsseggur en ég segi að hann sé bæði. Að mínu mati mega þeir sem lýsa því yfir að þeir vilji frekar svelta en að fá olíuhreinsistöð skuli bara gera það. Heimild bb.is 31/ 07 07.