31.07.2007 22:54
Fært til Leirufjarðar.
Um síðustu helgi fór jeppi og eða jeppar langleiðina til Leirufjarðar að lokaða hliðinu sem er nyrðst á Öldugilsheiðinni. Það hefur verið snjóskafl ofanlega í Unaðsdalnum þannig að það var illgerlegt að fara yfir skaflinn vegna hliðarhalla. Ekki var og er ómögulegt að fara útfyrir slóðan vegna stórgrýtis. En sum sé, nú er skaflinn nánast farin. En með þetta bölvaða hlið sem var sett á slóðann í fyrra er með öllu óleyfilegt, vegna hvers? . Þannig ef um er að ræða fjárveitingu sem er eyrnarmerkt frá ríkinu og er úthlutað sem styrk til að laga vegarslóða og eða að varna ánni Leiru frá leirusléttunum þar sem skógrækt fer fram, samkvæmt þeim upplýsingum sem eg hef aflað mér um þá styrki sem hafa verið eyrnamerktir til einhvers verkefnis svo sem vegagerð til Leirufjarðar og að fjárveitingin hafa komið frá ríkinu, þá er skýrt tekið fram að það sé stranglega bannað að loka vegi og eða vegarslóða ef að fjárveitingin hafi komið frá ríkinu, sem er í þessu tilfelli. Þannig að hliðið sem var sett upp af kröfu bæjarstjórans á Ísafirði og einhverra annara öfgasamtaka í fyrra er með öllu óheimil, og ekkert annað við þetta hlið að gera en að láta það hverfa af yfirborði jarðar sem allra fyrst. En járnkarl og haki duga vart á þessum hrikalegum urðum sem eru um alla Öldugilsheiðinna. Að reyna fara utanvið þetta ólöglega hlið er vart hægt. Burt með hliðið. Förum einhverja helgina í ágúst þegar vel viðrar,söfnum saman liði og förum alla leið.Takk fyrir.